Góð sending frá Alþýðusambandinu

Ljúf dagsstund var það í sólskálanum að lesa Vinnuna, tímarit Alþýðusambands Íslands,  sem barst inn í forstofuna í gegnum bréfalúguna í tilefni dagsins. Flott mynd af Evu Maríu útvarpsþuli og Guðmundi Gunnarssyni verkalýðsforingja á forsíðunni dró athyglina að prentgripnum og þegar betur var að gáð reyndist hann vera hin fínasta lesning. Ég fór einfaldlega í gegnum Vinnuna frá upphafi til enda og þakka fyrir mig. Það er einfalt mál að gera svona blað óþarflega hátíðleg eða jafnvel dálítið þunglyndislegt eða leiðinlegt í tilefni verkalýðsdagsins en þarna tekst ritstjóranum, Skúla Má Helgasyni, að búa til kokkteil af aðgengilegu og áhugaverðu lesefni.

Vinnan hélt mér við efnið frá upphafi til enda og ég verð sérstaklega að nefna viðtalið við forsíðufyrirsæturnar, hina hliðina á Gylfa Arnbjörnssyni ASÍ-forseta í máli og myndum og svo  unaðslega grein eftir Rab Christie sagnfræðing um rætur knattspyrnunnar í verkalýðsstéttinni á Bretlandseyjum. Rab er mikill fótboltaáhugamaður og gegnumheill Skoti. Hann passar vel upp á að lauma inn í greinina sína skoskum þjóðernismolum svo lítið ber á, til dæmis: „Eins og margir atvinnumenn í greinini kom lausnin að þessum vandamálum að norðan.“ Sum sé norðan úr Skotlandi! Þetta er grein sem ætti að vera skyldulesning í fyrsta bekk í fótboltaskólanum.

Tilefni þess að ég yfirleitt skrifa um Vinnuna hér og nú er að þakka ASÍ fyrir sendinguna að morgni 1. maí.  Þegar viðtakandi blaðs fer að fletta, síðan að lesa og hættir ekki fyrr en allt er upplesið til agna þarf ekki að meira að segja. Vel heppnaður prentgripur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 210118

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband