Fiskidagsörsögur II: Fiskstykki í álbrynju og trjúttandi karlar

holmavikurfolk-1.jpgVið feðgar í Álftalandi prófuðum að pakka bleikju og þorski í stykkjatali inn í álpappír á Dalvík fyrir Fiskidagshelgina. Lágmark er nú að hjálpa eitthvað til og reyna að gera gagn. Þetta var reyndar svo gaman að við munum örugglega banka upp á dyr fiskvinnsluhússins Suðurstrandar að ári og biðja um að fá að pakka. Þarna voru  heimamenn auðvitað í miklum meirihluta í sjálfboðavinnu en líka hressir karlar frá Hólmavík sem komið hafa til Dalvíkur um þetta leyti svo árum skiptir til að pakka inn Fiskidagsfiski. Þeir höfðu hitt Steina Alla, forstjóra Norðurstrandar og stjórnarformann Fiskidagsins mikla, á Kanaríeyjum þegar í uppsiglingu var fiskidagur nr. 2. Steini bauð upp á glas með því skilyrði að Hólmvíkingar kæmu til Dalvíkur að pakka. Hann veitti svo vel að félagarnir hafa komið árlega síðan þá og sögðust koma líka 2010. Það getur ekki hafa verið neitt smáræði sem Norðurstrandarhöfðinginn blæddi á þá á Kanarí forðum.


jonmundiur.jpgÁ Fiskidaginn mikla 2007 var ég á rölti með myndavél á hafnarsvæðinu og skaut meðal annars á tvo káta karla. Þessi mynd var valin Fiskidagsmynd ársins og þegar hún var orðin svo söguleg þótti mér betra að vita hverjir hefðu setið fyrir á henni án þess að vita af því . Mér gekk vel að hafa upp á þeim sem vinstra megin stóð. Sá reyndist vera Tómas Óskar Malmberg, gullsmiður og tónlistarmaður í Reykjavík. Hann vissi hins vegar ekki baun um hinn fuglinn á myndinni og hafði hvorki heyrt þann né séð fyrr eða síðar. Það var sem sagt hrein tilviljun að þeir tjúttuðu saman á samkomusvæðinu við Dalvíkurhöfn þegar Rúnar heitinn Júl spilaði og söng. Báðir fíluðu greinilega konung rokksins úr Keflavík. Daginn sem menningarhúsið Berg var opnað á Dalvík á dögunum gekk ég svo allt í einu í fangið á hinni fyrirsætunni frá 2007 þar sem hann var á skrafi við hana Sillu safnvörð. Ég sveif auðvitað á kappann. Sá heitir Jónmundur Friðrik og býr á Skagaströnd. Hann vissi vel af verðlaunamyndinni og gekk meira að segja með hana í seðlaveskinu sínu. Svo fékk ég meira að heyra af högum Jónmundar, til dæmis að hann væri að koma á Fiskidaginn mikla í þriðja sinn. Fjórum sinnum hefur hann svo verið á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þess vegna fílaði hann auðvitað Rúnar Júl eins og dæmin sanna. Og svo fékk ég að vita að Jónmundur héti í höfuð Friðriks huldulæknis. Sá hafði annast móðurina á meðgöngunni og sinnti henni svo vel að ekki kom annað til greina en skíra sveininn Friðrik og hengja aftan í Jónmundarnafnið sem að hálfu var úr ættinni en að hálfu út í lofti.

fiskidagur_2007.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband