Stjörnuhrap í álfheimum

Gott, hugsaði ég í gærkvöld þegar Kastljósið kynnti viðtal við nýráðinn forstjóra Landsvirkjunar, Hörð Arnarson, og ákvað að slaufa eldri hálfleiknum í viðureign eldri sonarins og annarra Víkinga við Fjölni á heimavelli í Víkinni. Vildi gjarnan kynnast nýja forstjóranum ögn betur enda þekki ég lítið til hans þrátt fyrir að hann hafi verið í úrvalsdeildinni í fyrirtækjarekstri hérlendis undanfarin ár með því að stýra  Marel heima og heiman. Eftir á að hyggja hefði tímanum verið betur varið við hliðarlínuna í Víkinni. Hörður skilaði sínu en það reyndi ekkert á hann. Spyrill Kastljóssins mætti óundirbúinn til leiks og hafði í mesta lagi prentað út nokkrar greinar úr gagnasafni Morgunblaðsins sér til halds og trausts. Það hafði blaðamaður Moggans líka gert á dögunum í tilefni af ráðningu Harðar og Kastljós bætti engu við það sem Mogginn hafði sagt frá, til dæmis um fortíð verðandi Landsvirkjunarforstjóra í félagsskapnum Framtíðarlandinu. Allar spurningar fyrirséðar og sumar jafnvel barnalegar. Herði var farið að líða býsna vel í settinu og lauk þættinum með ágætri einræðu um Sjóvá eftir að spyrillinn hafði þurrausið gagnasafn Moggans og svissaði yfir í galopnari spurningu en nokkur álfur úr hól hefði valið í stöðunni um tryggingafélag í ólgusjó með frjálst val svarandans um viðbrögð. Síðan takk og bless.

Vonandi skýrist betur fyrir hvað nýr forstjóri Landsvirkjunar stendur þegar/ef hann fær spyril gegnt sér sem stendur undir nafni. Ég hafði nefnilega sterklega á tilfinningunni að hann hefði sitthvað að segja en það reyndi bara ekki á neitt slíkt. Nú er að bíða og sjá hvort aðrir ljósvakamiðlar taki ekki upp þráðinn og geri betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband