Fordson dráttarvél á Bakka
Þetta mun vera Fordson sem kom í Bakka 1947, samkvæmt upplýsingum Baldurs Bakkabróður Þórarinssonar. Ekki vitum við hvenær myndin var tekin. Stelpan er að öllum líkindum Anna Sigríður Bergþórsdóttir frá Ólafsfirði, systurdóttir Imbu á Jarðbrú. Anna Sigga er nú búsett í Bandaríkjunum. Hún mun hafa dvalið um hríð á Bakka að sumarlagi. Strákinn þekkjum við ekki en hann gæti hugsanlega verið Atli Rúnar, bróðir Önnu Siggu. Sá dó í bílslysi árið 1953, þá sex ára. Atli Rúnar Halldórsson frá Jarðbrú fæddist síðar á sama ári og var skírður í höfuð þessa frænda síns.
Bætt í albúm: 17.4.2006
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.