Tíminn vinnur MEÐ flugvellinum!

 Flugvallarmálið bar á góma í símtali við vin á landsbyggðinni um helgina og ég sagðist þá hafa á tilfinningunni að stuðningur við flugvöll í Vatnsmýrinni hefði aukist umtalsvert meðal Reykvíkinga. Niðurstaða þessarar könnunar bendir til að svo sé og er auðvitað ánægjulegt. Enn ánægjulegra er að nú hafa stjórnvöld loksins ákveðið að reisa flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og dagar hinna óboðlegu stríðsárakumbalda fyrir farþega verða þar með senn taldir. Í opinberu orðfæri heitir nýbyggingin að vísu ,,samgöngumiðstöð". Mín vegna mega landspólitíkusar kalla fyrirbærið musteri, minkabú eða hvað sem er annað, ef þeir eru feimnir við réttnefnið gagnvart borgarfulltrúum og öðrum sem vilja flugvöllinn burt, hvað sem það kostar. Flugstöð er þetta hins vegar og verður; langþráð og velkomin framkvæmd. Andstæðingar flugvallarins hafa alltaf sagt: Tíminn vinnur gegn flugvelli í Vatnsmýri. Nú er komið á daginn að tíminn vinnur MEÐ flugvellinum og það er í sjálfu sér merkilegasta niðurstaða könnunar Fréttablaðsins.
mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 210159

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband