Fiskidagsörsögur IV: Stofa Brimars á Jaðri og Jónsa á Jarðbrú

Sérkennilegt listaverk stendur uppi í menningarhúsinu á Dalvík og klóra margir sér í höfði yfir því. Á vegg hangir mynd af Böggvistöðum eftir Brimar Sigurjónsson frá Jaðri á Dalvík. Inni í kassanum er hins vegar módel af vinnustofu Brimars og þessi sama mynd er einmitt í vinnslu þegar listamaðurinn, Þórarinn Blöndal, „frystir augnablikið“. Það skal svo fylgja sögu að húsið Jaðar á Dalvík var upphaflega reist á Ársskógsströnd í byrjun síðustu aldar og hét þá Bröttuhlíð. Þar fæddist í stofu Jón afi Jónsson á Jarðbrú í stofu 12. júlí 1902. Heilsubrestur og erfiðleikar urðu til þess að fjölskyldan í Bröttuhlíð neyddist til að bregða búi.

jonsi-afi-i-kassanum.jpgBröttuhlíðarhúsið var þá selt, tekið niður, flutt í bútum til Dalvíkur og reist þar út við Brimnesá. Þar var sem sagt kominn Jaðar og stóð áratugum saman eða þar til Árni verktaki Helgason tók húsið í heilu lagi upp á vagn og fór með það fyrir Múlann til Kleifa við Ólafsfjörð. Nú er Jaðarshúsið á Kleifum, endurgert og flott (heitir því miður ekki Brötuhlíð, sem vel hefði átt við). Í menningarhúsinu á Dalvík er trékassi með rifu og kíki menn þar inn sést annars vegar vinnustofa Brimars á Jaðri og hins vegar fæðingarstofa Jónsa á Jarðbrú. Svona er nú veröldin sérstök á stundum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband