Endurtekið efni hjá Páli?

Snemma árs 1995 sendi Páll Halldórsson, þáverandi formaður Bandalags háskólamanna, efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis bréf með umsögn BHM um stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Lagabreytingunni var ætlað að heimila sjóðsstjórninni að kaupa skuldabréf í Speli til að fjármagna gerð Hvalfjarðarganga. Frumvarpið varð að lögum og flestir aðrir lífeyrissjóðir breyttu í kjölfarið starfsreglum sínum efnislega á sama hátt til að geta keypt skuldabréf af Speli. BHM lagðist gegn lagabreytingunni og Páll kallaði þessi fjárfestingaráform lífeyrissjóðanna ,,hreina glópsku" í bréfinu til Alþingi, dagsettu 23. janúar 1995.

Dómur reynslunnar í málinu er fyrir löngu fallinn og ástæða er til þess að halda honum til haga. Lífeyrissjóðirnir, sem gerðu sig seka um ,,hreina glópsku", fengu meiri arð af fjárfestingunni í Hvalfjarðargöngum en dæmi eru líklega um í fjárfestingarverkefnum þeirra hérlendis fyrr og síðar.

Það er nú hreint ekki útilokað að lífeyrissjóðirnir hafi líka ágæta ávöxtun og umtalsverðan sóma af því að fjárfesta í Landspítalabyggingu. Tæplega er að minnsta kosti hægt að fullyrða neitt um ávöxtunina þegar skýrt kemur fram í viljayfirlýsingunni um spítalamálið að næst á dagskrá sé einmitt að semja um kjör á lánum og fleira því tengt.


mbl.is Studdi ekki yfirlýsingu um nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband