Föstudagur, 26. janúar 2007
Skipstjóranum förlast
Innbyrðis átök í stjórnmálaflokkum eru oft á tíðum ágætis afþreyingarefni fyrir okkur sem heima situm og fylgjumst með úr fjarlægð. Frjálslyndir eiga senuna um þessar mundir og standa sig vel í að fremja á sér pólitíska kviðristu fyrir opnum tjöldum. Engu máli skiptir hvernig kjör varaformanns fer á landsfundinum um helgina, flokkurinn er nú þegar klofinn niður í rót og bara spurning um hvar brotin lenda eftir sprenginguna. Guðjón Arnar hefur alltaf haft yfir sér sérstaka áru í pólitík og kemst langt á henni. Hann er á svipaðri bylgjulengd og fólk flest, nær eyrum manna, talar umbúðalaust eins og sjóaarar gjarnan gera, einlægur og býsna sannfærandi. Honum förlast hins vegar skynsemin nú um stundir, sem kann að reynast afdrifaríkt. Það eru mikil mistök hjá formanninum að standa ekki við hliðarlínuna og láta flokksmenn eina um að velja flokknum varaformann. Vel að merkja, mistök ef hann hefur áhuga á að halda flokknum saman áfram. Ef hann er hins vegar á því að flokkurinn sé hvort eð er dottinn í parta, eða hann vill hreinlega losna við Margréti Sverrisdóttur og hennar lið, ja þá er hann vissulega á réttri braut. Engum blöðum er um það að fletta að Frjálslyndi flokkurinn hefði aðra og geðsþekkari ásjónu með Margréti í æðstu forystu en Magnús Þór Hafsteinsson. Sá hinn síðarnefndi er dæmi um stjórnmálamann sem hefur neikvæðan kjörþokka, eins og það myndi sjálfsagt heita á tungumáli verðbréfafólks í fjármálaheimum. Guðjóni Arnari þykir hann hins vegar fjandi glúrinn stýrimaður en nú er að sjá hvort sjálf útgerð skipsins er sammála, þ.e. landsfundurinn. Og svo eru það háttvirtir neytendur, háttvirtir kjósendur. Það þarf hvorki skoðanakönnun né kosningar til að segja fyrir um stöðu og álit varaformannsefnanna tveggja í röðum almennings. En skipstjóranum er skítsama um það og stýrimaðurinn rífur kjaft. Stríðið blívur, skítt með kjósendur og flokkinn. Þetta verður yndisleg helgi á hliðarlínunni.ga!
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.