Sérframboð landeigenda?

 Stofnfundur Landssamtaka landeigenda var mögnuð samkoma og kann að vera upphafið að því að upp úr sjóði svo um munar í þessu ótrúlega þjóðlendumáli. Ríkisstjórn sem brýtur mannréttindi á fólki, með því að ætla að sölsa undir sig eignarland þess frá fjöru til fjalla, hefur tapað bæði áttum og skynsemi í tilverunni. Stjórnarandstaða sem lætur þjóðlendumálið afskiptalaust, en er hins vegar sannfærð um að skipulagsbreyting Ríkisútvarpsins sé mál sem standi undir Íslandsmeti í málþófi á Alþingi, hefur ekki jarðsambandið í lagi.  Þjóðlendukröfur ríkisins eru svo yfirgengilegar og út úr korti að engu tali tekur. Alþingi setti lögin sem ríkisvaldið notar sem skálkaskjól þegar erindrekar þess böðlast um landið og þinglýsir kröfum um þjóðnýtingu allt að 90% þinglýstra landareigna fólks! Ríkisstjórnin ber auðvitað pólitíska ábyrgð á þessum hamförum en Alþingi, þar með stjórnarandstaðan, ber líka sína ábyrgð. Þögnin um þjóðlendumálið á löggjafarsamkomunni er æpandi og skerandi.  Landeigendur eru saltvondir og skyldi nú engan undra. Þeir lásu stjórnmálamönnum pistilinn á stofnfundinum í gær. Einn ræðumaður kynnti sig sem fyrrverandi framsóknarmann og sagði að þjóðlendukröfur ríkisins hefðu fyllt mælinn sinn. Annan fundarmann hitti ég í fundarlok. Sá sagðist í óspurðum fréttum hafa gengið úr Sjálfstæðisflokknum vegna þjóðlendumálsins og væri nú í sambandi við fólk sem vildi kanna möguleika á framboði landeigenda til Alþingis í vor. Þessi fyrrum sjálfstæðismaður býr í Þingeyjarsýslu en sagði að umræða um sérframboð landeigenda grasseraði víða um land og hefði fengið byr undir vængi þegar fréttir bárust um væntanlegt sérframboð eldri borgara. „Ef eldri borgarar telja sig landlausa í pólitík, þá á það nú aldeilis við um landeigendur líka,“ sagði þessi viðmælandi minn. Margt athyglisvert var sagt og gert á stofnfundi landssamtakanna í gær en líklega hefur dr. Guðrún Gauksdóttir, dósent í lögum við Háskólann í Reykjavík, látið fundarmenn hafa með sér verðmætasta nestið til heimferðar. Hún færði afar skýr og trúverðug rök fyrir því að kröfur ríkisins gengju á svig við eignarréttarákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson hrl er sammála þessu og bætir því reyndar við að aðgerðir ríkisins í þjóðlendumálinu kunni að varða við 257. grein almennra hegningarlaga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband