Blað sem kemur óorði á blaðamennsku

Fleygt var þegar Vilmundur Gylfason notaði hugtakið skítapakk yfir ákveðna menn sem honum var í nöp við innan Alþýðuflokksins sáluga. Það myndi hins vegar jafnast á við hrós að brúka slíkt heiti yfir þá sem skrifa DV. Í vetur sá ritstjórnin til þess að maður á Vestfjörðum svipti sig lífi,. Núna um helgina dæmdi hún blásaklausa stúlku á Ólafsfirði fyrir fíkniefnainnflutning með því að birta af henni mynd. Ritstjórinn kvaðst að vísu vera sorrí  en helst er að skilja á honum að Vefnum væri um að kenna! DV stal myndinni umræddu af heimasíðu skíðafélagsins á Ólafsfirði og fór mannavillt. Fólk með snefil af dómgreind og þokkalegri siðferðisvitund hefði á svipstundu getað fengið staðfest hvort rétt fórnarlamb væri komið í gapastokk opinberrar myndbirtingar. En ekki sóðarnir á DV. Vinnubrögðin þar eru að skjóta fyrst og spyrja svo eða kannski öllu heldur að skjóta og spyrja alls ekki. Baugsveldið hefur sjálfsagt sín rök fyrir því að gefa út blað sem kemur óorði á blaðamennsku. Við hin þurfum að rökstyðja fyrir sjálfum okkur að kaupa og lesa DV og auglýsa í því.  Mér varð á að kaupa fyrsta helgarblað eftir meinta siðbót. Það voru mikil mistök. Ritstjórnin hefur ekkert lært og engu gleymt. Hún mun áfram bjóða upp á úrval faglegra skandala þar til Baugsveldið fær nóg af því að borga með útgáfunni og lokar sjoppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband