Reykjavíkurmeistaratitill í sjónmáli

Halldór Víkingsmarkvörður stóð í ströngu gegn Fjölni

Markvörðurinn á heimilinu stóð í ströngu í Egilshöll í dag þegar Víkingar og Fjölnismenn áttust við í Reykjavíkurmóti 5. flokks í fótbolta. Þetta var hörkuleikur og í járnum framan af. Markalaust að loknum fyrri hálfleik en í þeim síðari gáfu Víkingar í. Skoruðu fyrst beint úr aukaspyrnu og síðan í tvígang til viðbótar. Þrjú mörk gegn engu, sem kannski var ríflegur sigur miðað við gang leiksins en um slíkt er ekki spurt í fótboltaleik. Víkingar eru nú jafnir Fylki að stigum í riðli A-liða á Reykjavíkurmótinu en eiga leik til góða. Lyktir mótsins ráðast því í næstu tveimur leikjum, gegn Þrótti á laugardaginn kemur og gegn Fram annan laugardag. Engin fagnaðarlæti fyrirfram í Fossvogsdal en vissulega er staðan vænleg í augnablikinu....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 210801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband