Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Gef oss í dag vor gömlu stef
Fréttastjóri Útvarpsins taldi brýna þörf á að yngja upp fréttastef Útvarpsins og gera nútímalegra. Yfir því var víst legið tímunum saman í Efstaleitinu að færa koma fréttunum inn í nútímann með nýju stefi. Sjálfsagt eru þeir hlustendur til sem þykir breytingin til bóta og ég bíð spenntur eftir að hitta á svo sem einn slíkan. Enginn hefur enn lýst ánægju sinni í mín eyru en margir eru hins vegar fúlir, sumir hundfúlir, af ýmsum ástæðum. Látum nú vera að stefið sé bæði ófrumlegt og karakterslaust. Verst er að það kallar ekki á hlustandann og biður hann að sperra eyrun. Stefið er nefnilega svo lágt að menn taka ekki eftir að fréttir séu að hefjast þegar Útvarpið er murrandi sem bakhljóð á vinnustað í erli dagsins. Má ég biðja um gömlu fréttastefin aftur. Ef nýja stefið hefur eitthvað með nútímann að gera kýs ég frekar að vera uppi á steinöld í þessum efnum.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar