Gef oss í dag vor gömlu stef

Fréttastjóri Útvarpsins taldi brýna þörf á að yngja upp fréttastef Útvarpsins og gera nútímalegra. Yfir því var víst legið tímunum saman í Efstaleitinu að færa koma fréttunum inn í nútímann með nýju stefi. Sjálfsagt eru þeir hlustendur til sem þykir breytingin til bóta og ég bíð spenntur eftir að hitta á svo sem einn slíkan. Enginn hefur enn lýst ánægju sinni í mín eyru en margir eru hins vegar fúlir, sumir hundfúlir, af ýmsum ástæðum. Látum nú vera að stefið sé bæði ófrumlegt og karakterslaust. Verst er að það kallar ekki á hlustandann og biður hann að sperra eyrun. Stefið er nefnilega svo lágt að menn taka ekki eftir að fréttir séu að hefjast þegar Útvarpið er murrandi sem bakhljóð á vinnustað í erli dagsins. Má ég biðja um gömlu fréttastefin aftur. Ef nýja stefið hefur eitthvað með nútímann að gera kýs ég frekar að vera uppi á steinöld í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband