Fyrirsjáanlegt hrap

Óskaplega voru niðurstöður skoðanakönnunar Blaðsins um gengi stjórnmálaflokkanna fyrirsjáanlegar. Hver átti svo sem von á öðru en frjálslyndir hröpuðu niður í ekki neitt eftir það sem á undan er gengið. Þeir áttu sér von og meira að segja þokkalega von en fóru þá að daðra við rasisma og losa sig síðan við frambærilegasta foringjann sinn. Eftir situr að vísu geðslegur formaður að vestan en það dugar skammt þegar hann hefur alla þessa kverólanta og undirmálsmenn með sér í áhöfn. Þetta er feigur flokkur.  Samfylkingarforystan valdi þann kost að fara gera út á sömu mið í pólitík og vinstri grænir og reyna til dæmis að yfirbjóða VG í afstöðunni til stóriðjustefnunnar. Skemmst er frá að segja að háttvirtir kjósendur lögðu á flótta í stórum stíl. Þeir sem eru andvígir stóriðjustefnunni vilja eðlilega fyrirmyndina frekar en fjölritið og gefa sig upp á vinstri græna. Hinir forðuðu sér eitthvað annað og gefa sig kannski bara upp sem kandídatar fyrir Sjálfstæðisflokk í kjörklefanum í vor. Eftir situr Samfylkingin með trollið fast í botni, fiskana flúna og fylgið komið undir 20% - enn á niðurleið. Þetta er allt að verða svo kunnuglegt: Sjálfstæðisflokkur með langt yfir 40% fylgi, vinstri-grænir með fylgi Alþýðubandalagsins sáluga á góðum degi og Samfylkingin á leiðinni niður í það sem Alþýðuflokkurinn uppskar að jafnaði í kosningum. Ef þetta heitir uppstokkun í gamla flokkakerfinu heiti ég Salóme.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband