Laugardagur, 13. maí 2006
Sylvíupestin
Óskaplegur léttir verður það nú þegar Evrópusöngvakeppnin verður afstaðin og fjölmiðlar snúa sér að einhverju öðru en þessu mígandi ruglaða fyrirbæri sem gengur undir heitinu Sylvía Nótt. Að vísu kallaði þjóðin þetta yfir sig í atkvæðagreiðslu en þá hefur líklega komið á daginn að eitthvað er til í því sem einn olíumafíósinn sagði í tölvupósti forðum, í samráðsbissness olíufélaganna gegn viðskiptavinum sínum: fólk er fífl! Lagið klingir svo sem þokkalega en fyrirbærið sem syngur er einnota og alls ekki til útflutnings - alla vega ekki á vegum ríkisins.
Það birti reyndar til um stund þegar þær fréttir bárust frá Grikklandi að stjórnendur söngvakeppninnar væru að spá í að gefa fyrirbærinu vænt drag í afturendann og senda það út úr keppninni. Því miður virðast vonir hafa dvínað um að þessum ósköpum lykti á þann veg sem hefði reyndar verið eina leiðin til að þjóðin og Ríkisútvarpið héldu andliti. Nú er eina vonin sú að fyrirbærið fái á trýnið í keppninni sjálfri og verði sent heim stigalaust.
Það segir reyndar sína sögu um veruleikafirringu fjölmiðlafólks að það heldur að fólk flest hreinlega titri af spenningi yfir að fá yfir sig alla þessa þvælu og dónaskap sem upp úr fyrirbærinu vellur. Staðreyndin er nefnilegla sú að flestir eru búnir að fá upp í kok af ruglinu.
Toppurinn á markaðssetningu fyrirbærisins var reyndar þegar börn fjölmenntu að ESSO-stöð til að berja það augum en svo mætti engin Sylvía Nótt og hafði alltaf ætlað sér að gera ESSO og börnin að fíflum með því að mæta ekki. Fari Silvía Nótt norður og niður......
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.