Mánudagur, 15. maí 2006
Hálfkák í Árborg
Það tók fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg heilar fjórar klukkustundir að komast að niðurstöðu sem er alls ekki fullnægjandi hreingerning eftir helgarfyllirí oddvita D-listans í bæjarfélaginu. Augljós og rökrétt niðurstaða ætti að vera sú að oddvitinn dragi sig af framboðslistanum og víki skilyrðislaust af hinum pólitíska vettvangi. Þess í stað verður oddvitinn í framboði áfram en fer í einhvers konar afvötnunarpásu í pólitík um óákveðinn tíma! Hvers konar skilaboð eru þetta til kjósenda í Árborg og landsmanna yfirleitt? Ég ætla að fullyrða hér og nú að það hefði ekki gerst nokkurs staðar á byggðu bóli í grannlöndum okkar, austan hafs og vestan, að forystumaður stjórnmálaflokks í kostningabaráttu hefði haldið formlegri stöðu sinni eftir að hafa keyrt pöddufullur á ljósastaur og reynt síðan að stinga af! Hann hefði verið settur af á stundinni og það fyrir minni sakir. Hvað hefði oddvitinn í Árborg þurft að gera af sér í viðbót til að forystusveit flokksins hefði látið hann víkja? Verður hann kannski áfram bæjarstjóraefni D-listans að loknum kosningum og afvötnun? Kjósendur eru á köflum skrítnar skepnur. Það gæti svo sem allt eins gerst að Sjálfstæðisflokkurinn fengi samúðaratkvæði og enn meira fylgi en ella! Þá vildi ég nú ekki vera í þeirri stöðu að koma fram fyrir sjónvarpsvélar og fagna úrslitum. En hvernig sem allt fer væri nú ráðlegt fyrir sjálfstæðismenn í Árborg að bjóða bara upp á pepsí og seven-up á kosningavökunum sínum og ganga hægt um gleðinnar dyr í orðsins fyllstu merkingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er reyndar alveg sammála því að það væri rökrétt niðurstaða. En það er eins og mig minni að það sé einfaldlega ekki hægt að breyta framboðslistum eftir að framboðsfrestur rennur út. Fulltrúar geta svo sagt sig frá starfi eftir að þeir hafa verið kjörnir.
Hvað varðar "samúðarfylgi" treysti ég mér ekki til að fullyrða um það sérstaklega. Ótrúlegri hlutir gætu þó gerst, sérstaklega á meðal þjóðar sem jafn hátt hlutfall hefur farið í meðferð og hjá íslendingum og ölvunarakstur virðist vera merkilega algengur.
Þó að þetta sé nú ekki mál til að grínast með, þá gæti þetta orðið til þess að viðkomandi frambjóðandi yrði því sem næst "einn of okkur". "Sá yðar sem syndlaus er..." og svo framvegis.
G. Tómas Gunnarsson, 15.5.2006 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.