Föstudagur, 16. febrúar 2007
Skemmdarverkavika
Skemmdarverk og aftur skemmdarverk eru það sem stendur upp úr þegar horft er til baka yfir vikunar sem senn líður. Næst mér í Fossvogi og næst mér í vinnunni við Síðumúla sá ég bætast við krot á veggjum og heyrði í fréttum að nú væri enn einn veggjakrotsfaraldurinn í gangi í borginni. Hvernig uppeldi fær þetta lið sem þeysir um bæinn með úðabrúsa og krotar og eyðileggur linnulaust?
Svo eru það skemmdarverkin á bílum og vinnuvélum í Hafnarfirði. Þá verður manni orða vant, jafnvel þó í hlut eigi krimmagengi sem ,,hefur komið við sögu lögreglunnar áður" eins og það heitir svo stillilega á RÚV-máli.
Skyldu verktakarnir sem grófu sér gröf í Heiðmörk í þágu Kópavogskaupstaðar hafa komið við sögu lögreglunnar áður? Eigi veit ég það svo gjörla en bæjarstjórinn - margreyndur verktaki sjálfur - treysti sér til að ganga svo langt á opinberum vettvangi að segja að skemmdarverkin þarna hefðu ,,ekki verið til fyrirmyndar"! Manni létti nú verulega að heyra það. En skyldi verktaki sem er ekki læs á kort fá að valsa áfram eftirlitslaust og refsingarlaust?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.