Föstudagur, 19. maí 2006
Sylvíupestin-II
Ríkisútvarp vort, sem ber ábyrgð á útflutningi Sylvíu til Grikklands, hlýtur að draga lærdóm af útreið gærkvöldsins, og sjá til þess að gerpið verði kyrrsett um aldur og ævi þar suður frá svo hin íslenska þjóð geti snúið sér að einhverri annarri vitleysu. Þessi skrítna þjóð getur víst ekki svarið af sér gerpið, að minnsta kosti sá hluti hennar sem borgaði Símanum okurgjald forðum fyrir að greiða henni atkvæði. Það sem kórónaði vitleysuna á sviðinu í Grikklandi var að söngur gerpisins var afar slakur, atriðið illa æft og í raun enn skelfilegra en efni stóðu til. Enda var baulað meira á fyrirbærið en samanlagt í áratuga sögu Júróvísjon. Og dómgreind manna sem hrærast í þvælunni er orðin svo brengluð að helst var á þul sjónvarps íslenska ríkisins að það hefði getað staðið til að gerpið kæmist áfram. Alla vega tókst honum að töfra fram býsna trúverðuga grátstafi í kverkarnar. Evrópuþjóðum sé lof og prís að losa okkur við gerpið og nú ættu sæmilega viti bornir menn að sjá til þess að það heyri sögunni til. Alveg. Alla vega heyri ég að foreldrar barna sem gerpið plataði til að vera viðstaddir uppákomu við ESSO á Ártúnshöfða á dögunum hafa engu gleymt. Og sýni gerpið sig á nýjan leik hér heima gæti komið til þess að það þyrfti raunverulega lífverði....
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.