Kjörleiði

Ég efast um að ég nenni á kjörstað um aðra helgi. Síðast kaus ég Ingibjörgu Sólrúnu til að vera áfram borgarstjóri og það lukkaðist ágætlega. Nú er hún komin á annan vettvang, pólitíska baklandið hennar sprungið í frumeindir sínar og ég orðinn munaðarlaus. Það verður þá svo að vera. Þessi svokallaða kosningabarátta í höfuðborginni er dularfull en eitt mega samt flokkarnir eiga, allir með tölu. Þeir hafa blessunarlega látið oss kjósendur í friði. Fyrsti bleðillinn datt til dæmis ekki inn um bréfalúguna hjá okkur fyrr í dag. Þar eru sjálfstæðismenn í hverfinu að gera hosur sínar grænar fyrir atkvæðum heimilisins.

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík staðfestan uppmáluð og haggaðist ekki frekar en sólin sem rís og hnígur sæmilega reglubundið hvað sem dynur yfir heimsbyggðina. Allt í einu tóku sjálfstæðismenn  í borgarstjórn upp á því að vilja pakka Reykjavíkurflugvelli saman og eltu þannig málflutning meirihlutans í borgarstjórn. Svo þegar vinstri-grænir fóru á dögunum að taka undir sérhagsmunatengd sjónarmið nokkurra lækna varðandi nýtt háskólasjúkrahús fóru sjálfstæðismenn líka að murra eitthvað um að endurskoða áform um nýjan spítala. Ég sem hélt að búið væri að lenda spítalamálinu og skil ekki hvað þessum flokkum gengur til.

Samfylkingin nær engu flugi í kosningabaráttunni og virkar leið á sjálfri sér. Framsókn rak upp á Löngusker og tommar ekki af strandstaðnum. Eina merkjanlega lífsmarkið þessa sólarhringana er í kringum þessa frjálslyndu, af öllum flokkum. Fari svo sem horfir mun fylgi þeirra sæta tíðindum á kosninganótt. Það þarf hins vegar meira að gerast til að sjálfstæðismenn nái meirihluta í borgarstjórn og hugsanlega fá þeir til sín nægilega sveiflu í næstu viku. Hver veit. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirleitt fengið betri útkomu í skoðanakönnunum en í kosningum og gangi það eftir núna líka þarf hann einfaldlega enn meira fylgi til að ná takmarki sínu annan laugardag.

Sjálfur hefði ég viljað að Steinunn frænka frá Göngustöðum yrði borgarstjóri áfram en af því verður víst ekki. Samfylkingunni hefði farnast betur með hana á toppnum en það er ekki mitt vandamál heldur flokksins.

Í þessum kjörleiða sækir að manni ákveðin heimþrá. Ég hefði helst viljað vera á kjörskrá í Svarfaðardal og nágrenni nú um stundir og taka þátt í að gera Svanfríði Jónasdóttur að bæjarstjóra. Hún hefði reyndar sómt sér vel líka í ráðhúsi Reykjavíkur en ekki verður nú á allt kosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stendur þér nú nær að flytja heimilisfangið í Eyjafjarðarsveit þar sem litli bróðir er í framboði! :)

Kata (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 23:57

2 identicon

Það voru nú fréttir fyrir mig og mitt heimili að lítill bróðir væri í framboði meðal Eyfirðinga. Annars má eiga von á öllu í þessari familíu. Annar bróður, ögn stærri, er orðinn hluti af Garðabæjaríhaldinu og systirin hallast ískyggilega til hægri líka.

ARH (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband