Sumarkveðja úr Svarfaðardal

c_documents_and_settings_atli_desktop_sumarkve_ja_sumarkvedja2.jpg

Það eru ekki alltaf jólin við Eyjafjörð og ekki heldur alltaf vor þegar á að vera vor samkvæmt dagatalinu. Kalli búfræðingur Grund í Svarfaðardal bjóst ekki við að geta þeyst á vélsleða um dal og hóla nú þegar maímánuður er senn á enda. En svo blasir við nógur snjórinn fyrir vélfákana eftir hretið á dögunum. Kalli fór upp á Böggvistaðadal í gær og tók þessar myndir sem segja margfalt meira en nokkur orð um fannfergið til fjalla við Eyjafjörð!

Og svo þetta: 

ískyggileg þögn mun svo ríkja hér á bloggsíðunni næstu dagana. Ekki vegna þess að skrifari verði í kjaftstoppi og sjokki yfir kosningaúrslitum, hver sem þau verða, heldur vegna fjarveru og meðvitaðrar ákvörðunar um að hafa hugann við allt annað í eina viku en þennan skrítna sandkassaleik sem kallast íslensk sveitarstjórnamál. 

Þegar úrslitin dynja yfir þjóðina í kvöld verð ég sem sagt í tugþúsunda feta hæð yfir Bandaríkjunum áleiðis til Kaliforníu. Og þá ég sný aftur verður Svanfríður líklega kominn langleiðina í bæjarstjórastól í Dalvíkurbyggð og Villi langleiðina í borgarstjórastól í Reykjavíkurbyggð. Jörðin snýst nú samt áfram hvað sem gerist og hvernig sem fer. Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband