Laugardagur, 27. maí 2006
Sumarkveðja úr Svarfaðardal
Það eru ekki alltaf jólin við Eyjafjörð og ekki heldur alltaf vor þegar á að vera vor samkvæmt dagatalinu. Kalli búfræðingur Grund í Svarfaðardal bjóst ekki við að geta þeyst á vélsleða um dal og hóla nú þegar maímánuður er senn á enda. En svo blasir við nógur snjórinn fyrir vélfákana eftir hretið á dögunum. Kalli fór upp á Böggvistaðadal í gær og tók þessar myndir sem segja margfalt meira en nokkur orð um fannfergið til fjalla við Eyjafjörð!
Og svo þetta:
ískyggileg þögn mun svo ríkja hér á bloggsíðunni næstu dagana. Ekki vegna þess að skrifari verði í kjaftstoppi og sjokki yfir kosningaúrslitum, hver sem þau verða, heldur vegna fjarveru og meðvitaðrar ákvörðunar um að hafa hugann við allt annað í eina viku en þennan skrítna sandkassaleik sem kallast íslensk sveitarstjórnamál.
Þegar úrslitin dynja yfir þjóðina í kvöld verð ég sem sagt í tugþúsunda feta hæð yfir Bandaríkjunum áleiðis til Kaliforníu. Og þá ég sný aftur verður Svanfríður líklega kominn langleiðina í bæjarstjórastól í Dalvíkurbyggð og Villi langleiðina í borgarstjórastól í Reykjavíkurbyggð. Jörðin snýst nú samt áfram hvað sem gerist og hvernig sem fer. Og hana nú.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.