Ágætis flugtak Stöðvar tvö

Stöð tvö fór ljómandi vel af stað í kosningarallinu sínu í þætti um Norðvesturkjördæmi sem sendur var út í kvöld frá Stykkishólmi. Umgjörðin var góð og stjórnendur héldu vel utan um prógrammið. Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar fyrir kjördæmið gaf tóninn og prógrammið var áhugavert en að vísu hélt ég ekki út alveg til enda því landsleikurinn við Spánverja togaði í þegar á leið. Áhuginn dofnaði reyndar líka í kjölfar þess að Hvalfjarðargöngin settu fulltrúa Samfylkingarinnar og annan spyrilinn út í móa um stund. Samfylkingin hefur í örvæntingu gripið það hálmstrá að boða kjósendum ríkisvæðingu Hvalfjarðarganga og færir fyrir því rök sem eru álíka haldbær og ef gatasigti væri notað til að bera í vatn á milli húsa. Samfylkingin vill sem sagt þjóðnýta einkafyrirtækið Spöl og skuldir þess, sem vissulega segir sögu um viðhorf gagnvart einkarekstri og merkilegri frumkvöðlastarfsemi þar að lútandi í samgöngumálum. Oddviti flokksins talaði um veggjaldið í göngunum sem skatt á Vestlendinga. Staðreyndin er hins vegar sú að fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu standa undir helmingi af tekjum Spalar og fólk og fyrirtæki á Vesturlandi um þriðjungnum. Þessar upplýsingar birti Spölur á heimasíðu sinni í vetur og þar standa þær öllum til fróðleiks, líka frambjóðendum til Alþingis. Enn eru svo í fullu gildi upphaflegu rökin fyrir einkaframkvæmdinni: þeir sem vilja borga aki um göngin, hinir fari fyrir Hvalfjörð. Þetta er og verður val. Sjálfur er ég er áskrifandi og borga 250 krónur fyrir hverja ferð undir Hvalfjörð. So what? Spyrill Stöðvar tvö flækti sjálfan sig í spurningu til samgönguráðherrans, efnislega á þá leið hvort ríkið héldi í veggjaldið til að halda lífi í Speli! Ég skildi ekki spurninguna og ráðherrann ekki heldur.

Niðurstöður skoðanakönnunar í Norðvesturkjördæmi voru að miklu leyti í anda þess sem ætla mátti. Helst vakti athygli að frjálslyndir standa afar illa að vígi og Kristinn H. Gunnarsson ætti að fara að skyggnast eftir öðru starfi. Framsókn tapar fylgi og þingmanni en viðbrögð oddvita flokksins í þættinum bentu samt til þess að hann hefði allt eins búist við enn svartari tölum. Vinstri-grænir blússa, fá tvo menn kjörna og meira fylgi en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og missir Einar Odd fyrir borð en þá ber þess að geta að sagan öll er ekki sögð fyrr en uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað. En einhver flokkur tapar manni þegar upp er staðið, þó ekki nema fyrir þær sakir að þingmönnum þessa kjördæmis fækkar um einn frá því í kosningunum 2003. Þarna verður því slagur.

Kosningaþátturinn var í heildina rós í hnappagat starfsmanna Stöðvar tvö.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband