Dapurlegur mórall

Dómur yfir formanni Sjómannafélags Reykjavíkur í gær varpar ljósi á siðferðisbresti í forystusveit þess félagsskapar. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með stórfelldri vanrækslu og ófyrirleitnum brotum á almennum skipsstjórnarskyldum sem leiddu til þess að tvennt fórst í sjóslysi á Viðeyjarsundi í september í fyrra. Verkalýðsforinginn var drukkinn við stýrið á skemmtibátnum sínum og reyndi að koma ábyrgð af eigin gjörðum yfir á þá sem létust. Dómurum svelgdist greinilega á af undrun og skelfingu ef marka má dóminn, sem lesa má í heild sinni á mbl.is. Hann er sannarlega hrollvekjandi texti.

Það hlýtur svo að vekja sérstaka athygli og undrun að Sjómannafélag Reykjavíkur skuli ætla að hafa þennan dæmda mann í forystu sinni áfram eins og ekkert hafi í skorist!  Í einum fjölmiðli var haft eftir einhverjum forystumanni félagsins að ekki hefði einu sinni verið rætt um að hrófla við stjórnarformanninum. Í öðrum miðli var haft eftir Sjómannafélagsmanni að ekkert væri hægt að gera fyrr en í fyrsta lagi á einhverri samkundu í haust.

Hvers konar skilaboð er Sjómannafélag Reykjavíkur að senda sjómönnum og þjóðinni allri? Ganga menn ekki á öllum kertum á þeim bæ? Auðvitað átti stjórnarformaðurinn að víkja strax í september og enn frekar nú þegar dómarar hafa talað jafn skýrt og raun ber vitni um. Aðgerðaleysi Sjómannafélagsins er því til skammar og þess vegna hljóta einhver apparöt í verkalýðshreyfingunni að nudda augu forystu þess svo siðblindir fái sýn. Það getur bara ekki verið að verkalýðsbatteríð láti þess ósköp yfir sig ganga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband