Á sömu leið og Kolbeinsey?

Einu sinni líkti Framsóknarflokkurinn sér við klettinn í hafinu í auglýsingum fyrir þingkosningar - með góðum árangri. Nú verður ekki betur séð að flokksins bíði sömu örlög og Kolbeinseyjar og það af svipuðum ástæðum. Kolbeinsey er að molna niður undan sjálfri sér og þannig er að fara líka fyrir Framsókn. Fróðlegt væri annars að vera fluga á vegg í herbúðum sjálfstæðismanna nú um stundir. Þeir hljóta að klóra sér í höfuð yfir atburðum undangenginna sólarhringa í forystu samstarfsflokks síns í ríkisstjórn og hugsa margt. Aðrir landsmenn fylgjast auðvitað með líka, af mismiklum áhuga og spenningi. Sumir eru fegnir að fá óvænt skemmtiefni til að fylla upp í sumarleyfisskarð Spaugstofunnar í Sjónvarpinu, aðrir líta á hnotabit milli framsóknarforingjanna sem tragedíu án leikstjórnar og enn aðrir sjá þarna eitthvað sem helst minnir á uppákomu eftir handriti frá Hrafni Gunnlaugssyni.

Auðheyrilega vex þeirri skoðun fylgi í Sjálfstæðisflokknum að taka af skarið og snúa sér til háttvirtra kjósenda fyrr en ráð var fyrir gert, sem er afskaplega skiljanlegt. Það væri einfaldlega skynsamlegasta niðurstaðan að kjósa til Alþingis síðar í sumar eða í síðasta lagi í haust; samt ekki fyrr en heimsmeistarakeppninni í fótbolta er örugglega lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband