Starfskynning bæjarstjóra

Það spurðist út um heimsbyggðina í dag að tekist hefði að mynda meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar, hartnær hálfum mánuði eftir kosningar. Svarfdælingar og nærsveitamenn eru síðastir landsmanna til að berja saman meirihluta í sveitarstjórninni í þetta sinn og hafa oft verið skjótari til verka. Skýringin er hins vegar dularfullar innantökur ýmissa leiðtoga í kjölfar kosninga en þær virðast nú blessunarlega hafa liðið hjá. Sennilega verður það frekar landlæknisembættisins en stjórnmálafræðinga að rannsaka upptök og eðli þessarar þrálátu eftirákosningasýki. Dalvíkurbyggð fær nú Svanfríði Jónasdóttur af J-lista óháðra sem bæjarstjóra, sem er afar góður kostur. Sérkennilegt er hins vegar að sjá að í meirihlutasamningi J-lista og Framsóknarflokks er gert ráð fyrir að hún sitji bara hálft kjörtímabilið og síðan auglýsi Framsókn eftir nýjum bæjarstjóra!! Þetta er ekki sérkennilegt vegna þess að Dalvíkurbyggð og Svanfríður eiga hér í hlut heldur vegna viðhorfs til sjálfs bæjarstjórastarfsins sem óbeint birtist svona í málamiðlun meirihlutaflokka.  

Ætli það taki ekki nýliða á bæjarstjórastóli hálft kjörtímabil að komast þokkalega vel inn í starfið og ná tökum á því? Með öðrum orðum: Þegar Svanfríður verður komin inn á völlinn eftir góða upphitun á að taka henni út af fyrir leikmann sem ekki er til í liðinu! Svona þvæla er ekki nýmæli. Nærtækt er að nefna Kópavog í upphafi nýliðins kjörtímabils þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sömdu um að Sigurður Geirdal yrði bæjarstjóri í þrjú ár en Gunnar I. Birgisson tæki svo fjórða og síðasta árið í bæjarstjórastólnum. Á Akureyri er nú talað um að samningar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar geti leitt til þess að þrír bæjarstjórar starfi þar á næstu fjórum árum! Enn fleiri dæmi mætti nefna en kjarni málsins er einfaldlega sá að samningar af þessu tagi stuðla ekki að festu í stjórnsýslu og pólitík í sveitarfélagi heldur hinu gagnstæða. Bæjarstjórastaða er mikilvægari og merkilegri en svo að stjórnmálaflokkar eigi að nota hana sem einhvers konar starfskynningarvettvang til að ná saman um meirihluta í sveitarfélögum. Heilt kjörtímabil er lágmark til að bæjarstjóri geti sannað sig af einhverju viti í starfi gagnvart sveitarstjórn og háttvirtum kjósendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband