Stöð 2 og Útvarpið glansa, Sjónvarpið höktir

Kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og Útvarpsins fer mjög vel af stað en Sjónvarpið þarf að taka sig á. Útvarpsmenn leyfa möguleikum miðilsins að njóta sín með því að fara inn á nýjar og ferskar brautir, til dæmis í úttekt á Norðausturkjördæmi í dag. Þar var kjördæmið dekkað að morgni dags og aftur síðdegis í samtengdum útsendingum frá Sauðarkróki, Ísafirði og Borgarnesi. Þannig var þetta sundurleita kjördæmi saumað saman í spjalli og pælingum sem lyktaði með hringborðsumræðum foringjanna í kjördæminu. Þetta tókst ljómandi vel og heitt var í kolum. Umræður í sjónvarpi eiga það til að vera þvingaðar og líflitlar en þarna losuðu menn um bindishnúta og rifust. Stjórnendur morgun- og síðdegisútvarps höfðu gott vald á hlutunum og þessi nýbreytni Útvarpsins kallar vissulega á að lagt sé við hlustir líka í næsta kjördæmi og helst því þarnæsta líka...

Kjördæmaþættir Stöðvar tvö fóru af stað fyrir páska í Stykkishólmi, síðan barst leikurinn til Akureyrar og í kvöld var röð komin að Selfossi vegna Suðurkjördæmis. Þetta voru allt ljómandi áheyrilegir þættir og þeim var undantekningarlítið vel stjórnað. Það skiptir nefnilega miklu máli að svona prógrammi sé stýrt af myndugleika og hæfilegri ágengni en að áheyrendur og áhorfendur fái líka góðan skammt af gagnrýnni umfjöllun og fróðleik í bland. Þetta gengur allt saman bærilega upp hjá Stöð 2 svo úr verða þættir sem maður missir helst ekki af. Útvarpið lofar líka góðu að í þeim efnum.

Sjónvarpið sendi út frá frá Selfossi í gærkvöld. Það var á köflum þokkalegasta umræða, samt ekki jafn lífleg og á Stöð 2 á sama stað núna í kvöld. Þetta eru reyndar ekki sambærilegir þættir, annars vegar hrein kjördæmaumræða á Stöð 2 en landbúnaður og utanríkismál í Sjónvarpinu. Stjórnendur umræðna af hálfu Sjónvarpsins á Selfossi ættu að taka sér tak fyrir næsta þátt. Það var sérstaklega áberandi í seinni kaflanum þegar utanríkismál voru tekin fyrir. Stjórnandinn missti tökin úr höndum sér og virtist ekki fylgjast með hvað klukkunni leið. Alla vega vona ég að „mannleg mistök" af einhverju tagi sé skýringin á að sjálft Íraksstríðið komst ekki að í sérstökum utanríkismálaþætti vegna þingkosninga árið 2007! Of langur tími fór í útlendingafjas frjálslyndra og menn endurtóku sig þar hvað eftir annað. Varaformaður frjálslyndra tók í reynd stjórnina í sínar hendur um skeið, sem var nú ekki beinlínis til að flikka upp á þáttinn.

Óþarft er að hafa mörg orð um umræður stjórnmálaleiðtoganna í Sjónvarpssal að kvöldi annars dags páska. Þær voru í alla staði fyrirsjáanlegar og undarlega lausar við að vera áhugaverðar, ef undan er skilin rimma um skattamál. Þátturinn í heild var náttúrulaus og leiðinlegur. Stjórnendur hefðu getað blásið í glæður með nýjum sjónarhornum eða óvæntum spurningum en voru greinilega ekki búnir undir slíkt. Þeir létu lulla áfram í hlutlausum gír, sem er út af fyrir sig þægilegt og orkusparandi en ekki sérlega tilþrifamikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband