Af fyrirtækjaheitum

Ég rakst á klausu í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins um fyrirtæki á Suðurlandi sem er í rekstrarerfiðleikum með tilheyrandi veseni. Það heitir Í skilum ehf. og er sum sé komið á nauðungaruppboð vegna vanskila. Nafngiftir fyrirtækja eru vandaverk. Aðstendendur Í skila ehf. eiga í það minnsta þakkir skildar fyrir að hafa gripið til móðurmálins þegar þeir stóðu forðum frammi fyrir spurningunni: Hvað á barnið að heita? Þeir hafa hins vegar verið bjartsýnir úr hófi fram með rekstrargrundvöllinn hjá sér í upphafi, annars hefðu þeir trúlega valið félaginu annað heiti. Vonandi klórar Í skilum ehf. sig fram úr erfiðleikunum og verður áfram í  blómlegri fyrirtækjaflóru Suðurlands. Annað fyrirtæki og öllu þekktara gufaði hins vegar upp um helgina og er ekki lengur í fyrirtækjaflóru landsmanna, Olíufélagið ESSO. Það rann inn í fyrirtækjaklúbb eigenda sinna og heitir nú því sérlega frumlega og þjála heiti N1. Einhvers staðar las ég að það hefði tekið marga mánuði að fá botn í hvað barnið ætti að heita og það skil ég vel. Það flýtti hins vegar mikið fyrir að á Akureyri hefur lengi verið til fjölmiðlafyrirtæki sem neitir N4 og merki þess er meira að segja hvítir stafir á rauðum grunni. Hugmyndafræðingar Enn eins aulaheitisins í fyrirtækjaflórunni þurfu því ekki annað en breyta fjórum í einn og græjuðu það með glans á nokkrum mánuðum. N1 kraftaverk íslenskrar þjóðar, svo gripið sé til tungutaks þeirra sem sendu ESSO til himna um helgina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband