Áheyrilegir framboðsþættir

Framboðsþættir Útvarpsins í Suðurkjördæmi og útsending Sjónvarpsins frá Ísafirði í gærkvöld voru ljómandi vel heppnaðir og áheyrilegir. Nú er staðfest að þetta skipulag Útvarpsins, það er að segja að útvarpa úr sama kjördæmi að morgni dags og aftur síðdegis, gengur ágætlega upp. Það kemur nefnilega á daginn að þessi síðdegistími er mjög ákjósanlegur til að hlusta á framboðsfund í útvarpi. Ísafjarðarþáttur Sjónvarpsins var mun betur heppnaður en hliðstæð útsending frá Selfossi á dögunum. Stjórnendurnir höfðu stjórn á umræðunum og þátttakendum í þeim og fulltrúar flokkanna voru líflegir flestir líflegir líka. Að vísu var undarleg ráðstöfun hjá vinstri-grænum að senda óvana menn gegn atvinnukjaftöskunum í þungaviktarumræður um samgöngur og sjávarútvegsmál en þeir um það. Samgönguráðherrann mætti vel stemmdur til leiks og var fastari fyrir í sókn og vörn en menn hafa vanist af honum svona að jafnaði. Það kom ágætlega út en virtist slá suma aðra í hópnum út af laginu á köflum. Í sjávarútvegsumræðunni situr hins vegar helst eftir að Össur var ljúfur eins og lamb, sáttfús og blíður. Sú sjávarútvegspólitík sem hann boðaði þarna var önnur og friðsamlegri en Samfylkingin var með í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum,  reyndar svo mjög að sjávarútvegsráðherrann varð hvumsa við í þættinum. Kapphlaup samfylkingarmanna og vinstri-grænna um að komast í ríkisstjórn (með sjálfstæðismönnum) tekur þannig á sig ýmsar myndir. Allt er nú boðið á góðum afsláttarkjörum, meira að segja taldi varaformaður vinstri-grænna í útvarpsviðtali hér á dögunum að einkavæðing orkufyrirtækjanna væri ekkert úrslitaatriði í stjórnarmyndunarviðræðum.  ,,Það gerist svo margt í beinni útsendingu," segir Hemmi Gunn gjarnan þegar hann þarf að afsaka eitthvað sem aflaga fer í þáttum hjá honum.  Sama trix er auðvitað hægt að nota í stjórnarmyndun, skítt með kjósendur og kosningavíxla.

Útvarpið var svo í morgun með Jón Sigurðsson í fyrstu foringjayfirheyrslunni fyrir kosningar. Það var ekki áhugahvert prógramm og alveg einstaklega fyrirsjáanlegt. Það gengur ekki að kalla formann í stjórnmálaflokki í 20 mínútna spurningaleik og nánast allar spurningar og öll svör eru margþvældar þulur og fyrirsjáanlegar í alla staði. Þarna vantaði meiri og betri heimavinnu spyrlanna. Markmiðið á að sjálfsögðu að vera að nálgast viðmælandann úr óvæntum áttum, í og með að minnsta kosti! Ef að stjórnmálamennirnir brúka sömu svörin við fleiri spurningum, eins og gerðist í þessum þætti í morgun, þá er eitthvað að spurningunum og stjórn yfirheyrslunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband