Menntamál, notaðir bílar og áhyggjur af stöðumælasekt

Varaformenn Sjálfstæðisflokks og vinstri-grænna áttu sviðið í menntamálaþætti kosningabaráttu Sjónvarpsins í gærkvöld og spiluðu af álíka sjálfsöryggi og Manchester United í seinni hálfleik gegn AC Milan í Evrópuleiknum. Þorgerður Katrín og Katrín koma þannig til dyra, einkum í umræðum þar sem þær eru greinilega á heimavelli, að þær séu trausts verðar og óhætt sé að kaupa af þeim notaða bíla. Svoleiðis týpur er líka óhætt að kjósa og kannski blasti við á sjónvarpsskjánum ein af skýringunum á því að flokkarnir þeirra stefna í að verða sigurvegarar kosninganna 12. maí? Aðrir þátttakendur í umræðunum gerðu sig reyndar yfirleitt bærilega en samt verður að segjast að formaður Framsóknarflokksins var einhvern veginn ekki með hugann við þáttinn. Þegar hann lenti inni í mynd, á meðan aðrir voru að tala, hvimaði hann í kringum sig líkt og fólk sem áttar sig skyndilega á að það hefur rambað inn í ranga fermingarveislu eða ökumaður sem gleymdi að borga í stöðumælinn og sér fyrir sér sektarmiðahrúgu undir þurrkublaðinu. Kannski varð ráðherrann bara að hugsa um stjórnarkjör í Landsvirkjun eða eitthvað allt annað. Hvað veit ég. Alla vega var þetta ekki hans dagur á skjánum. Umræðan fór um víðan völl eins og gengur en var yfirleitt áheyrileg. Það fór hins vegar fyrir mér eins og stjórnandanum, eftir að hafa hlýtt á mál manna um styttingu náms að þráðurinn féll fljótlega niður og nú er mér hulinn ráðgáta um hvað þetta snerist í raun, hver vildi hvað og hvernig í þessum efnum.

Áður en skólamálaumræðan brast á í Sjónvarpssal var þar sendur út hliðstæður þáttur um félagsmál. Skemmst er frá að segja að hann var óskaplega lítið áhugaverður og reyndar svo mjög að jaðraði við leiðindi á köflum. Mörgum þátttakendum leiddist sýnilega þarna og þá var ekki við að búast að glatt yrði á hjalla hjá okkur sem heima sátum. Ég lét mig samt hafa það að fylgjast með þættinum öllum í endursýningu eftir miðnættið, beinlínis af því menntamálaþátturinn kom í kjölfarið og hann vildi ég sjá. Fyrr um kvöldið valdi ég United og AC Milan í Evrópufótbolta á Sýn margfalt frekar en félags- og menntamál í Sjónvarpinu. Þar skorti nú ekkert upp á leikgleðina og hefði nú svo sem eins og brotabrot af henni að ósekju mátt færast inn í félagsmálaumræðuna. Það getur bara ekki verið að þessi málaflokkur sé svona drungalegur eins og skein af skjánum í gærkvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband