Föstudagur, 23. júní 2006
Æpandi fjarvera
Héraðsblaðið góða, Norðurslóð, barst inn um bréfalúguna í daq. Þar blasir meðal annars við á forsíðu mynd af nýja bæjarstjóranum í Dalvíkurbyggð að taka við húslyklum Ráðhússins á Dalvík. Slíkt er táknræn athöfn í pólitík, hvort heldur er í sveitarstjórnum eða ráðuneytum, og þar fá menn tækifæri til að slá á létta strengi í tilefni dagsins, hvort heldur eiga í hlut samherjar eða svarnir andstæðingar. Auðvitað hefði Valdimar, fráfarandi bæjarstjóri, átt að standa þarna á myndinni og gauka lyklakippu að Svanfríði, eftirmanni sínum. En auðvitað hlaut hann að kóróna ferilinn á sinn hátt með því að láta bæjartæknifræðinginn um gjörninginn! Það þarf ekki að taka fram að sjálfsagt er engum betur treystandi til að rétta kippu af lyklum en einmitt tæknimenntuðum manni í embætti hjá sveitarfélaginu en ætli rótin að æpandi fjarveru fráfarandi bæjarstjóra hafi ekki verið sú staðreynd að hann var í hópi þeirra sem vildu hvorki sjá né heyra myndun þess meirihluta bæjarstjórnar sem samstaða náðist loks um eftir að þjóðin hafði fylgst í forundran með tilraunum áhrifamanna í gamla meirihlutanum og vinstri-grænna til að reyna að koma í veg fyrir að valdahlutföll í Ráðhúsinu væru í samræmi við raddir háttvirtra kjósenda.
Nú kann vel að vera að fyrrverandi bæjarstjóri hafi verið legið í flensu eða þurft að sinna áríðandi erindum í öðrum heimshornum akkúrat þegar hann átti að hitta Svanfríði út af lyklakippunni. Það er náttúrulega afskaplega leiðinlegt fyrir hann að vera ekki með á sögulegri mynd á forsíðu Norðurslóðar. Engar upplýsingar er hins vegar að hafa í blaðinu um hvar maðurinn var niðurkominn eða hvort hann hreinlega vildi bara ekki gegna þessum síðustu skylduverkum sínum í Ráðhúsinu! Ef síðarnefnda skýringin er sannleikanum samkvæm eru svokölluð stjórnmál í gömlu heimabyggðinni komin á ansi lágt plan. Steinunn Valdís hefði þá í sama anda átt að fela gatnamálastjóra að afhenda Villa Vill lyklana að Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Hún skilaði sínum hlut hins vegar með stæl og kunni að taka ósigri. Slíkt er nefnilega hluti af hinu pólitíska geimi.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.