Sunnudagur, 29. apríl 2007
Djöfuls kvótakerfið
Fyrirtæki á Vestfjörðum lenti í rekstrarerfiðleikum og málefni þess bárust inn í sali Alþingis. Þar er meira mannvit en víðast annars staðar undir einu þaki eins og allir ættu að vita. Einn ræðumaður á löggjafarsamkomunni var ekki í vafa um hvað væri að gerast fyrir vestan. Auðvitað hafði Kárahnjúkavirkjun leikið vestfirskt atvinnulíf svona grátt, ruðningsáhrifin alræmdu. Sjálfsagt hafa margir fulltrúar mannvitsins í salnum kinkað kolli. Þetta kom upp í hugann þegar greint var frá því um helgina að rækjuvinnsla í Bolungarvík hefði sagt upp starfsfólki. Bæjarstjórinn kvað þetta vekja upp spurningar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Verkalýðsforinginn á staðnum var ekki neinum í vafa. Þetta er auðvitað stjórnvöldum og kvótakerfinu að kenna. Áleitin spurning í framhaldinu: Gleymdist virkjunin fyrir austan á þessu blórabögglauppboði? Það hlýtur að vera augnabliksyfirsjón að varpa ekki að minnsta kosti hluta af ábyrgðinni á Kárahnjúkavirkjun. Hvar er nú mannvitið? Hvar er Andri Snær?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar