Sunnudagur, 25. júní 2006
Jarðbúrar og viðhengi safnast til afmælisfagnaðar í Borgarnesi
Fulltrúar allra greina Jarðbrúarfamilíunnar mættu í Borgarnes í gær til að fagna 35 ára afmæli Ingu Dóru, framkvæmdastýru og borgarstjórafrúar í Borgarbyggð. Samkoman hófst með gönguferð um bæinn og staldrað var við á íþróttavellinum, Bjössaróló og í nýja ráðhúsinu í Borgarbyggð, uppgerðum fyrrum vistarverum sparistjóðsins. Þar eru mikil og glæsileg salarkynni, hátt til lofts og vítt til veggja. Eins og vænta mátti trónir málverk af héraðshöfðingjanum til margra ára, Halldóri E. Sigurðssyni, á vegg í ráðhúsinu - gjöf afkomenda hans til Borgarbyggðar. Síðast en ekki síst var farið í nýja landnámssafnið og numinn fróðleikur um landnám Íslands og Egil Skallagrímsson með hjálp margmiðlunartækni. Þetta er magnað safn og óhætt að mæla með heimsókn þangað.
Um kvöldið bauð afmælisbarnið svo til veislu og bar á borð grillaðan kjúkling með alls kyns meðlæti. Sjón er sögu ríkari. Nærtækast er því að kíkja á myndirnar úr ferðinni.
Álftalandsfeðgar voru kvenmannslausir í Borgarnesi enda frú Guðrún einhvers staðar langt suður í Atlantshafinu að kanna hafsbotninn á Reykjaneshrygg sem leiðangursstjóri á flaggskipi Hafró, Árna Friðrikssyni. Vér feðgar höfðum fellihýsi heimilisins, Fengsæl GK, í eftirdragi upp á Vesturland og gistum í túnfæti hótels Venusar Reykjavíkurmegin við Borgarfjarðarbrúna. Þar var gott að vera og bærðist ekki hár á höfði.
Á heimleiðinni renndum við á Akranes og fylgdumst með leik C-liða Víkings og KR á Skagamóti 7. flokks. KR-ingar unnu þar verðskuldað í skemmtilegum leik en við tókum nokkrar myndir af strákunum og stemningunni:
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.