Diplómatískt spurningamerki

Ég spjallaði dálítið við sendiherra Austur-Evrópurríkis á dögunum. Sá hefur aðsetur annars staðar á Norðurlöndum og hafði kynnt sér eftir mætti helstu strauma í íslensku þjóðlífi í aðdraganda þingkosninga til þess síðan að skrifa um greinargerð fyrir utanríkisráðuneytið sitt heima. Eðli máls samkvæmt nafngreini ég hvorki manninn né heimalandið hans, enda aukaatriði í sjálfu sér. Ýmislegt af því sem hann hafði séð og heyrt á Íslandi kom honum mikið á óvart, sumt reyndar svo mjög að hann var ekki viss um að embættismenn í utanríkisráðuneytinu sínu treystu sér til að trúa öllu sem hann myndi greina frá í skýrslunni sinni! Hann var til að mynda alveg undrandi á því að kjósendur á Íslandi létu það yfir sig ganga að allir stjórnmálaflokkarnir gætu starfað með öllum að kosningum loknum. Með öðrum orðum, að kjósendur hefðu enga skýra ríkisstjórnarkosti til að kjósa um og hefðu aldrei haft.

Svona nokkuð hafði sendiherrann aldrei heyrt um í víðri veröld og taldi Íslendinga eiga góða möguleika á komast í heimsmetabókina fyrir vikið. Reyndar taldi hann að íslensk þjóð gæti lent á spjöldum heimsmetabókarinnar fyrir fleiri pólitísk undur og stórmerki en þau að láta það yfir sig ganga að kjósa flokka sem gera svo það sem þeim sýnist í framhaldinu. Þar vísaði hann til þess að Hafnfirðingar hefðu afgreitt stækkun álversins út af borðinu og allt eins væri líklegt að hér yrði brátt kominn meirihluti á Alþingi sem fjandskapaðist við orkufrekan iðnað yfirleitt. Ja, það telst nú til tíðinda að til sé þjóð sem er svo vel sett og stöndug að hún geti leyft sér að urra framan í erlenda fjárfesta  og helst moka þeim úr landi, sagði viðmælandi minn varð enn einu sinni diplómatrískt spurningamerki á svipinn. Við þeirri athugasemd var ekkert betra svar til en að vitna beint í Jón Ársæl: Svona er Ísland í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband