Miðvikudagur, 9. maí 2007
Garðsláttur og þjóðlendur
Heyskapur er hafinn í Álftalandi 5. Grasspretta í meðallagi en fóðurgildið takmarkað, alla vega í mosanum sem reyttur var upp með dýrindis græju sem leigð var í BYKO. Þetta var sum sé öðrum þræði vorverkasláttur og óvinveitt yfirtaka á mosanum sem alltaf reynir að tryggja sér undirtök í glímu við grasið á skikanum okkar. Svo hagar til að Reykjavíkurborg á grasræmu niður við götu og trjábeð á móti okkur við lóðarmörkin. Borgin hirðir ekkert um þessar eigur sínar og við heimafólk höfum því slegið reglulega niður að götu og hirt trjáreit borgarsjóðs til að bjarga mannorðinu.
Engin sýnileg mörk eru á milli okkar lóðar og borgarlandsins. Ef við létum eignir borgarinnar í friði, myndu grannar og vegfarendur umsvifalaust skrifa vanhirðuna og illgresið á okkur, enda engin sýnileg lóðarmörk til á þessum slóðum. Af tvennu illu viljum við frekar slá og hirða borgarlandið í sjálfboðavinnu en sitja uppi með ósómann fyrir augunum.
Að vísu höfum við hringt nokkrum sinnum í borgina og bent mönnum þar á bæ á slóðaskapinn en það er nú eins og tala við skýin. Ég reyndi meira að segja að beita óbeinum ættar- og klíkuþrýstingi einu sinni með því að benda embættisjálknum sem var til svara að hún Steinunn Valdís borgarstjóri væri ættuð frá Göngustöðum, rétt eins og ég. Ef ekki starfsmenn borgarstarfsmenn kæmu ekki strax á vettvang með arfaklórur, sláttuvélar og garðklippur til að standa sína plikt, myndi klaga í frænku og hún taka til sinna ráða í embættiskerfinu. Embættismaðurinn sneri hins vegar upp á sig og sagði að sig varðaði ekkert um frændsemi mína og borgarstjórans. Göngustaðir? sagði svo viðmælandinn. Er það kofi í Þórsmörk? Þá ákvað ég að láta kyrrt liggja og halda áfram garðyrkjustörfum fyrir borgina.
Svo tók Villi við ráðhúsinu en við sama sat áfram hér við bæjarþilið. Áfram slógum við grasræmuna niður við götu, reyttum arfa í borgarbeðinu og klipptum borgartrén á lóðarmörkunum. Þannig verður ástandið líklega um fyrirsjáanlega framtíð. Ekki dettur mér að minnsta kosti í hug að fara í landamerkjapex við borgarstjórann á sama tíma og flokksbróðir hans fjármálaráðherrann fer eins og eldibrandur um Ísland með herskara lögfræðinga í eftirdragi til að ríkisvæða landareignir manna í nafni svokallaðra þjóðlendulaga frá Alþingi. Ættarlaukar frá Göngustöðum í Svarfaðardal rugga engum bátum að óþörfu.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar