Skorað á 89. mínútu?

Það skyldi nú ekki vera að Framsókn væri að bjarga sér í kosningavikunni - en gang til! Alla vega færir Capacent Gallup framsóknarmönnum vonir um bjartari tíma með því að staðfesta í dag mikla fylgissveiflu í könnun gærdagsins. Ég segir nú bara enn og aftur: það hlýtur mikið að ganga á í öðrum kjördæmum en í höfuðborginni því ekki er nú hægt að merkja svona sveiflu hér - nema reyndar á vaxandi steitu sjálfstæðismanna yfir því að slatti af vonarpeningi Sjálfstæðisflokksins hyggist kjósa taktískt og krossa við B. Geir Haarde talaði skýrt yfir hausamótum þeirra sem slíkt hugsa á Stöð tvö í gærkvöld og nú sjáum vér hvað setur.

Ég hef fengið orð í eyra í morgun fyrir að vera vondur strákur og þar er vísað til ummæla í kosningaþætti Stöðvar tvö um Jón Sigurðsson. Framsóknarmenn sem voru afskaplega ánægðir með skrif mín um meintan Jónínuskandal á dögunum eru afskaplega óhressir með mig í dag. Svona er nú lífið og svo er nú það. Ég var á þeirri skoðun í gærkvöld, og er það að sjálfsögðu enn, að formaður Framsóknarflokksins hefði átt að mæta í þátt á ögurstundu augnabliki fyrir kosningar í sóknarhug og ydda málflutninginn verulega. Nú segja framsóknarmenn glaðhlakkalegir á móti: Ha ha ha, er það ekki einmitt þessi strategía sem er að gera það að verkum að fylgið rýkur upp?

Má vera en þá ætla ég að leyfa mér að spyrja á móti: Er ekki allt eins hugsanlegt að það sé Valgerður Sverrisdóttur sem hali eitthvað inn fyrir flokkinn sinn núna á síðustu metrunum með tveimur yfirlýsingum sínum sem greinilegt er að hafa komist inn í umræðuna? Í fyrsta lagi sagði hún umbúðalaust að Framsókn færi ekki í ríkisstjórn með svo rýrt fylgi sem flokknum var spáð - allt þar til í könnun Capacent Gallup í gær. Í öðru lagi lýsti hún andstöðu við framkvæmd þjóðlendumálsins af hálfu stjórnvalda (og þar með eigin ríkisstjórnar!) á kosningafundi sem sjónvarpað var fyrr í þessari viku. 

Auðvitað má velta fyrir sér af hverju Framsóknarmenn hafi þá látið þetta þjóðlendumál yfir sig ganga í ríkisstjórninni á kjörtímabilinu og grípi fyrst nú til andstöðu við það, líkt og hálmstrás tæpri viku fyrir kosningar? Það verða þeir sjálfir að skýra en staðreyndin er að andstaða við framkvæmd þjóðlendulaganna er afar illa þokkuð og varðar fjölda fólks um allt land. Framkvæmdin varðar brot á mannréttindum, hvorki meira né minna. Samt hefur ríkt mikil, óskiljanlegt og ítarleg þögn um málið í kosningabaráttunni.

Ég varpa því sem sagt fram hér og nú hvort ekki geti verið að Framsókn græði á því í nýjustu könnunum að Valgerður setti ríkisstjórnaraðild á dagskrá á þann hátt sem hún gerði og við það að hún markaði línu í þjóðlendumálinu gagnvart Sjálfstæðisflokknum, þó seint sé.

En svo má líka velta fyrir sér líka: Er þjóðlenduyfirlýsingin bara prívatskoðun utanríkisráðherrans?? Góð spurning sem ekki fást svör við, einfaldlega af því að fjölmiðlaliðið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að kalla eftir þeim. Yfirlýsingu ráðherrans var ekki fylgt eftir á nokkurn hátt, svo ég viti. Ekki heldur í kosningaþættinum á Stöð tvö í gærkvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband