Föstudagur, 11. maí 2007
Athyglisvert að morgni föstudags
Margt er nú kyndugt að sjá og heyra að morgni föstudags, sólarhring áður en kjörstaðir eru opnaðir:
- Jóhannes í Bónus leggur undir sig heilsíðu í öllum dagblöðunum og hvetur væntanlega kjósendur í Reykjavík suður til að strika yfir Björn Bjarnason. Þegar upp er staðið gagnast þetta útspil líklega betur Birni en Jóhannesi....
- Magnús Þór Hafsteinsson segist í Blaðinu ætla að láta verða sitt fyrsta verk á Alþingi að leggja til að skoðanakannanir verði bannaðar af því ,,þær eru svo misvísandi og maður veit ekki sitt rjúkandi ráð lengur." Það kemur nú víst ekki til þess að þessi fráfarandi þingskörungur fái tækifæri til þess að láta verkin tala gegn skoðanakönnuðum og fjölmiðlum því kjósendur hafa engan áhuga á að endurnýja við hann samning um þingsetu. En þá getur hann bara flutt til Frakklands. Þar eru skoðanakannanir bannaðar síðustu dagana fyrir kosningar og þar eru líka lög sem banna fjölmiðlum að fjalla um einkalíf stjórnmálamanna. Semsagt gósenland fyrir þá sem eru þenkjandi í boðum og bönnum.
- Jón Baldvin Hannibalsson skrifar grein í Moggann og hvetur til að Ómar Ragnarsson verði kjörinn til þingsetu. Greinarhöfundur var á Akureyri í fyrrakvöld og lýsti sér þar opinberlega yfir sem ráðherraefni Samfylkingarinnar! Nú fer að verða erfitt að skilja hvað snýr upp og hvað snýr niður í tilverunni. Hvar er Spaugstofan? Það vantar fréttaskýringu frá Ragnari Reykás.
- ,,Ríkisstjórnin í járnum" blasir við yfir þvera forsíðu Blaðsins. Maður missir nú tebollann í gólfið af minna tilefni af því þegar svona tíðindi eru borin inn á morgunverðarborðið. En þegar betur er að málið ekki eins dramatískt og fyrirsögnin gefur fyrirheit um. Ráðherrarnir ganga sem sagt lausir áfram en starfsmenn Blaðsins eru staðnir að því að vera ekki sterkir á íslenskusvellinu. Fyrirsögnin er hreint rugl meiningarlega, ef ég þá reyni að lesa í hvað reynt e rað segja lesandanum. Ég skil það svo að fylgi ríkisstjórnar annars vegar og stjórnarandstöðu standi í járnum. Það er allt önnur Ella en að ríkisstjórnin sé í járnum!
- Fylgið hrynur af vinstri-grænum í kjördæmi formanns flokksins, segir Morgunblaðið á forsíðu og brýtur könnun Capasent Gallup niður í kjördæmaöreindir. Þar kemur í ljós að VG er með næstminnsta fylgi á landinu í Norðausturkjördæmi og minnkandi. Þarna virðist Samfylking og Framsókn sækja að Steingrími J. félögum með ágætum árangri með marka má Moggann og Gallup.
- Merkilegur og sláandi munur er á fylgi Framsóknar í kjördæmum landsins samkvæmt sömu samantekt Moggans. Í landsbyggðarkjördæmunum þremur er fylgi flokksins 19-24% en einungis 4-8% í Reykjavík og Kraganum. .
- Guðjón Arnar virðist sækja í sig veðrið fyrir frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi.
- Sjálfstæðisflokkurinn er með hátt í helming fylgist í Kraganum. Það ríkir ekki beinlínis ónægja með ríkisstjórnarforystuna í því kjördæmi....
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar