Varsjárbandalagið reis upp frá dauðum í Helsinki

Mikið er vælt um að þjóðir Austur-Evrópu hafi kosið taktískt í Evrópusöngvakeppninni í gærkvöld og haldið afgangi álfunnar og Ísraelsmönnum að auki úti í kuldanum. Þetta er áberandi tónn í norrænum netmiðlum annars staðar á Norðurlöndum og bergmálar hér heima líka. Svona nokkuð kemur úr hörðustu átt! Norðurlandaþjóðirnar hafa nefnilega frá upphafi vega þessarar keppni greitt atkvæði nákvæmlega svona! Norrænir fulltrúar hafa alltaf fengið hlutfallslega flest atkvæði frá frændþjóðum sínum á Norðurlöndum en annars staðar frá. Þannig er það nú bara. Og þegar Austur-Evrópuþjóðirnar eru komnar með í leikinn - og hafa greinilega miklu meiri áhuga á keppninni en gengur og gerist í álfunni (að Norðurlöndum ef til vill undanskildum), þá gerist bara það sem gerðist í gær. Vissulega er þetta nýja Varsjárbandalag skondin uppákoma en upprisa þess gengur ekki gegn neinum reglum. Og þetta bandalag getur vissulega verið bæði til ills og góðs fyrir oss. Núna var fúlt að missa Eika út, þann fína og kröftuga rokkdreng. En í fyrra varpaði íslensk þjóð öndinni hins vegar léttar þegar fyrirbærið Sylvía Nótt var send á öskuhauga sögunnar í forkeppninni og hefur síðan blessunarlega ekki tæpast sést nema á einhverjum diskum sem seljast ekki í Hagkaupum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband