Þriðjudagur, 15. maí 2007
Ný ríkisstjórn og Helguvík
Það hlýtur að fara að renna bráðum upp fyrir ýmsum fjölmiðla- og stjórnmálamönnum að ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum, hvaða skoðun sem menn svo hafa á þeim úrslitum. Hvort stjórnarflokkarnir vilja hins vegar halda áfram næstu fjögur árin er annað mál. Sú spurning er fyrst og fremst pólitísk en snýst ekki nema að litlu leyti um nauman meirihluta á Alþingi. Ríkisstjórn Davíðs og Jóns Baldvins framlengdi ekki líf sitt hér um árið þrátt fyrir að hafa haldið eins sætis meirihluta á þingi. Það var pólitísk ákvörðun þess fyrrnefnda að snúa sér að Framsókn þá og skilja kratana eftir í kuldanum, fyrst og fremst vegna þess að andrúmsloftið í samstarfinu var orðið kuldalegt. Reyndar kom fram síðar að kaldara hafi verið orðið á heimilinu en fólk flest gerði sér grein fyrir þá. Sambúð núverandi stjórnarflokka virðist hins vegar ganga vel, alla vega keppast foringjarnir við að lýsa því út á við, bæði fyrir kosningar og að kosningum loknum. Forsendurnar sýnast þannig aðrar nú en þá að þessu leyti. Hins vegar er klárt að margir í Framsókn þurfa að sleikja sár sín, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og ýmsir spámenn í flokknum blogga stíft gegn áframhaldandi stjórnarþátttöku. Flokksforystan virðist hins vegar hallast frekar að því að halda áfram í ríkisstjórninni og gefur sér tíma til að tryggja baklandið svo hún geti treyst því að sú afstaða verði samþykkt í æðstu valdastofnun flokksins. Svo er að bíða og sjá hvað gerist.
Lítil klausa á fréttaveitu Morgunblaðsins hefði átt að koma við sögu í fréttatímum kvöldsins, sem hluti af stjórnarmyndunarpælingunum, en gerði það ekki. Kannski eru fréttamennirnir svo uppteknir af ekki-fréttunum fyrir utan Stjórnarráðið að þeir hafa ekki tíma til að lesa mbl.is. Þar var nefnilega greint frá því í dag að búið væri að auglýsa kynningu á mati á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík. Formlegt ferli til undirbúnings álversframkvæmdanna er þar með hafinn, nú í vikunni eftir þingkosningar. Fyrir kosningarnar lofuðu stjórnarandstöðuflokkarnir, allir með tölu, kjósendum að stöðva þessa framkvæmd alveg eða í það minnsta að fresta henni í 5 ár ef þeir fengju umboð til slíks. Krafa þeirra hlýtur því að vera sú að strax á fremstu blaðsíðu í nýjum stjórnarsáttmála þeirra með núverandi stjórnarflokkum, öðrum eða báðum, standi skýrt og afdráttarlaust: Stöðvum álver í Helguvík! Annað væri nú bara grín. En það er nú margt spaugið nú til dags og auðvelt að gera allt annað á morgun en sagt var í gær.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar