Fréttablaðið vaðið í ökkla

Viðskiptablaðið sló því upp á forsíðu í dag að Fréttablaðið ætti í vandræðum með dreifingarkerfið sitt, sem væri of dýrt og erfitt að manna vaktirnar. Í fréttina vantaði bara að þá staðreynd að þeir sem enn fengjust til að bera út Fréttablaðið flýttu fyrir sér á morgnana með því að punda nógu andskoti miklum pappír inn í forstofur húsa þar sem væru víðar lúgur og mikið pláss. Undanfarna daga hafa gjarnan komið tvö stykki af Fréttablaðinu inn til okkar en nú í morgun óð heimafólkið Fréttablaðið í ökkla. Mér taldist til að við dorguðum sex eintök upp af forstofugólfinu, það er að segja eitt og hálft blað að meðaltali á mann við morgunverðarborðið. Það var nú óþarflega ríflegt því spurn heimamanna er í engum takti við slíkt framboð. Vel myndum við hins vegar þiggja fleiri Moggablöð því um þau er jafnan tekist nokkuð á í morgunsárið. Spennan fer nú vaxandi í Álftalandi: Náum við að moka Fréttablaðinu frá útihurðinni í fyrramálið og komast í tæka tíð í skóla og vinnu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband