Þriðjudagur, 15. maí 2007
Fréttablaðið vaðið í ökkla
Viðskiptablaðið sló því upp á forsíðu í dag að Fréttablaðið ætti í vandræðum með dreifingarkerfið sitt, sem væri of dýrt og erfitt að manna vaktirnar. Í fréttina vantaði bara að þá staðreynd að þeir sem enn fengjust til að bera út Fréttablaðið flýttu fyrir sér á morgnana með því að punda nógu andskoti miklum pappír inn í forstofur húsa þar sem væru víðar lúgur og mikið pláss. Undanfarna daga hafa gjarnan komið tvö stykki af Fréttablaðinu inn til okkar en nú í morgun óð heimafólkið Fréttablaðið í ökkla. Mér taldist til að við dorguðum sex eintök upp af forstofugólfinu, það er að segja eitt og hálft blað að meðaltali á mann við morgunverðarborðið. Það var nú óþarflega ríflegt því spurn heimamanna er í engum takti við slíkt framboð. Vel myndum við hins vegar þiggja fleiri Moggablöð því um þau er jafnan tekist nokkuð á í morgunsárið. Spennan fer nú vaxandi í Álftalandi: Náum við að moka Fréttablaðinu frá útihurðinni í fyrramálið og komast í tæka tíð í skóla og vinnu?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar