Lýst eftir fórnarlömbum felli- og hjólhýsageymslunnar á Vatnsleysuströnd

Ég segi farir mínar ekki sléttar af viðskiptum við fólk sem geymir fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsi að vetrarlagi að Auðnum í Vogum á Vatnsleysuströnd og tekur fyrir fúlgur fjár.  Fellihýsinu okkar var skilað í mínar hendur á dögunum,  rifnu og beygluðu á hliðinni.  Í dag féll úrskurður tryggingafélags leigusalanna í Vogum um að ég skuli bera skaðann óskiptan. Fyrir tilviljun fékk ég svo vitneskju um að ólán mitt væri ekkert einsdæmi . Og nú þegar dagur er að kveldi kominn er ég skyndilega orðinn hluti af heilum hópi fólks sem orðið hefur fyrir stórfelldu tjóni við það að geyma eigur sínar að Auðnum í vetur.

 Tjónið mitt er nú ,,bara" 70-80.000 krónur en áðan heyrði ég í hjónum í Grafarvogi sem geymdu þarna nýja hjólhýsið sitt og verkunin á því er þannig að viðgerð kostar ekki undir hálfri milljón króna! Fyrr í dag heyrði ég í Hafnfirðingi sem fékk fellihýsið sitt beyglað á hornum og í Kópavogsbúa sem fékk sitt fellihýsi beyglað á tveimur hornum. Í báðum þessum tilvikum var rauð málning í beyglunum.

Ekki er með nokkru móti hægt að ímynda sér hvað eiginlega hafi gengið þarna á sem geti skýrt öll þessi ósköp og eyðileggingu. Menn geta búist við einhverju slíku í náttúruhamförum en alls ekki að slíkt gerist undir þaki hjá fólki sem þykist vera atvinnumenn í þjónustu af þessu tagi.

Leigusalar að Auðnum yppa bara öxlum, kannast hvorki við eitt né neitt og vísa á tryggingafélagið sitt. Tryggingafélagið segir hins vegar að leigusalarnir hafi engar tryggingar keypt sem taki til slíks tjóns og nú sitjum við eftir með sárt ennið.

Tilefni þess að ég ber þetta mál hér á torg er sú að ég lýsi eftir fleiri fórnarlömbum. Ég veit um fólk sem tók við fellihýsum og hjólhýsum með rispur og beyglur eftir vetrarvist á Auðnum, án þess að hafa haft samband við tryggingarfélag. Sumir úr þessum hópi hafa hins vegar sýnt verksummerkin á verkstæðum, sem sérhæfa sig í slíkum viðgerðum. Þar frétti ég af þeim í dag.

Við vliijum sem sagt safna liði, fá skýrari heildarmynd af málinu og ráða ráðum okkar um framhaldið.  Þið sem takið erindið til ykkar getið skrifað athugasemdir með bloggfærslunni eða skrifað mér beint á tölvupóstfangið atli@athygli.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband