Föstudagur, 18. maí 2007
Tjónaskandallinn að Auðnum, II. hluti
Við hittumst síðdegis í Grafarvogi, eigendur þriggja fellihýsa og eins hjólhýsis sem leigusalar geymslu að Auðnum í Vogum skiluðu á dögunum í okkar hendur skornum, brotnum og beygluðum. Bæði bárum við saman bækur okkar og bárum saman skemmdir á eignunum með því að mæta með þær á vettvang! Þetta var í senn dapurleg og ótrúleg samkoma. Það er í raun lyginni líkast að fólki, sem trúað er fyrir dýrum hlutum til geymslu fyrir stórfé, skuli detta í hug að moka þeim út í vorsólina í þessu ástandi og halda að það sleppi þegjandi og hljóðalaust!
Tryggingar þriggja okkar sem þarna vorum ná ekki yfir þetta tjón og leigusalar eru ábyrgðarlausir fyrir tjóni sem þeir valda á því sem þeim er trúað fyrir að geyma. Eigendur hjólhýsisins höfðu sem betur fer kaskótryggt gripinn og það segir sína sögu um þetta mál að fyrr í dag ákvað tryggingafélagið að leysa hjólhýsið til sín og greiða eigendum tryggingafjárhæðina að fjárdreginni sjálfsábyrgð! Vísir menn telja með öðrum orðum að það myndi kosta langt yfir hálfa milljón króna að skipta um hlið í hýsinu og þá eru eftir skemmdir á þakinu, lofttúðu, sjónvarpsloftneti osfrv. Dapurlegast var að sjá hvernig reynt hafði verið að fela skemmdirnar með límbandi yfir brotið hliðarljós og brotna lofttúðu. Steininn tók svo úr þegar listi, sem rifnað hafði upp við árekstur við loftbita eða einhvern fjandann í geymslunni, var festur niður með tréskrúfu, rétt si svona.
Ég var með fellihýsið mitt í geymslu á þessum sama stað í tvo vetur og var afskaplega ánægður með þau viðskipti. Síðari veturinn borgaði ég 18.000 krónur fyrir þjónustuna. Á síðasta ári skipti reksturinn um eigendur og þegar ég mætti á svæðið haustið 2006 var gjaldið komið í 31.500 krónur, hafði hækkað um 75%! Ég lét mig hafa það, illu heilli. Eigendur splunkunýja hjólhýsisins, sem fyrr er getið, borguðu á milli 60 og 70 þúsund krónur fyrir sinn grip í geymslunni í vetur og fengu þessa þriggja milljóna græju síðan í hendur eins og raun ber vitni um.
Við höfum lært ýmislegt af þessari reynslu og viljum koma henni á opinbert framfæri til að aðrir geti dregið ályktanir þegar þeir byrja að spá í geymslu fyrir tækin sín með lækkandi sólu. Sjálf höfum við dregið ályktanir sem við munum koma á framfæri við eigendur og umráðamenn fellihýsa og hjólhýsa allt til hausts.
Meðfylgjandi eru myndir af skemmdum á tveimur af fellihýsunum og á hjólhýsinu. Þær svara að einhverju leyti spurningum sem ég hef fengið í gær og í dag eftir að lýst var eftir fleiri fórnarlömbum hér á Moggablogginu.
PS. Viðbót að morgni 19. maí:
Leigusalinn í Vogum er borubrattur í Blaðinu í dag og hvítþvær sig fyrir hönd félagsins sem stundar þessa geymslustarfsemi í Vogum. Einar Guðmundsson lýgur blákalt í mörgum liðum og ber það hiklaust á okkur að vagnarnir og hýsin hafi verið skemmd þegar við komum með þau til geymslu síðastliðið haust og séum að reyna að svindla á sér! Dæmi:
- Hann segist vera ,,tryggður fyrir öllum tjónum sem eiga sér stað inni í geymslunum." Þetta er tær lygi.
- ,,Ég hef heyrt að Þórey hafi keypt hjólhýsið tjónað, en þori samt ekkert að fullyrða um það." Þetta er líka tær lygi og mannorðsmeiðandi í þokkabót.
- ,,Í öllum tilvikum er um að ræða fólk sem sækir hýsin sín þegar við erum ekki við og kvartar yfir skemmdum einhverju seinna." Það er satt og rétt að Einar og samstarfsfólk lét vissulega ekki sjá sig þegar við áðum í vagnana og ekkert skrítið að hann hafi ekki treyst sér til að vera viðstaddur, ef ske kynni að við tækjum eftir skemmdunum við afhendingu!
- ,,Einar segist hafa lært mikið af þessu." Það vona ég svo sannarlega og ég ætla rétt að vona að allir eigendur fellihýsa og hjólhýsa séu nú einhvers vísari um ,,þjónustuna" að Auðnum.
- ,,Það versta við þetta allt saman er að þetta er fólk sem maður þekkir." Ha? Þekkir?? Ég þekkti hvorki haus né sporð á þessum karli þar til hann tók fellihýsið okkar, Fengsæl GK, í geymslu fyrir 31.500 krónur og skilaði því skemmdu upp á 70-80.000 krónur. Og á hreinu er að ég kæri mig ekkert um að kynnast honum meira en orðið er.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Asnalegt innlegg hjá mér og málinu óviðkomandi: Þegar ég las fyrri færslu þína um þetta mál, þá kom mér í hug titillinn á söguþætti eftir Jón Helgason Tímaritstjóra, ef ég man rétt: Él á Auðnahlaði.
Hlynur Þór Magnússon, 18.5.2007 kl. 23:39
Af þessu má ráða, að Einar Guðmundsson eigi við einhvers konar persónulega vandamál að stríða. Það er eitt að ljúgja af kúnnunum, en annað að reyna að plata þjóðina.
Snorri Bergz, 21.5.2007 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.