Þriðjudagur, 11. júlí 2006
Á ljósmyndastofu dómsmálaráðuneytisins
Við fórum með drengi vora tvo á opinberan kontór í Borgartúninu í dag til að sækja um vegabréf fyrir þá eftir kúnstarinnar reglum. Þá reyndi á ríkisvædda passamyndatöku sem tekin var upp að frumkvæði dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins eigi alls fyrir löngu. Ríkið er með öðrum orðum búið að leggja af með lagaboði að almenningur geti látið taka af sér mynd þar sem honum sýnist í vegabréf og framvísað hjá skriffinnum þess. Takk fyrir, góðan daginn. Nú er ríkið sjálft orðið ljósmyndari þjóðarinnar fyrir vegabréf þess og fjöldi atvinnumanna í ljósmyndun situr eftir með sárt ennið, færri verkefni og minni tekjur. Lifi frelsið, hin háleita einkavæðing og allt það. Halleljúja og amen.
Og ekki flýtir ríkisvæðing ljósmyndunar fyrir sjálfu framleiðsluferli vegabréfa. Það tekur 10 virka daga að búa til slíkan bevís; endurtek: TÍU vinnudaga! Nema vér kúnnar borgum tvöfalt, þá treysta skriffinnar kerfisins sér til að klára klabbið á fimm dögum.
Það eru hvorki til rök fyrir ríkisvæðingu passamynda né þessu ógnardrolli við að búa sjálfa passana til.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlegur asnagangur þessi myndataka ríkisins. - Þekki dæmi þess að vegabréf, sem sótt var um hér í Ólafsfirði án "flýtimeðferðar" kom daginn eftir en annað, sem fékk "flýtimeðferð" kom ekki fyrr en eftir marga daga!
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.