Af sektarlömbum og ekkifréttum af veitu

Stjórnarmyndunin fór eiginlega fram hjá mér vegna vinnuferðar austur á land og ég er þess vegna einungis viðræðuhæfur hvað ráðherrar vorir heita en ekki um hvernig hin og þessi ráðuneyti líta út eftir að hafa verið stokkuð upp. Því síður er ég viðræðuhæfur um stjórnarsáttmálann nema hvað ég heyrði á hlaupum í fréttum að meint stóriðjustopp væri ekkert stopp þegar að væri gáð. Það fannst mér heldur góðar fréttir. Og nú heyri ég ekki betur en stjórnarflokkarnir túlki hvor á sinn veg hvort Norðlingaölduveita hafi verið slegin af eða ekki.

Framsóknarmenn eru í sárum og kenna aðallega fjölmiðlum um ófarir sínar á kjördag. Það kann að koma á daginn í kosningarannsóknum stjórnmálafræðinganna en sennileg er sú skýring ekki. Í Fréttablaðinu í dag er til dæmis haft eftir Halldóri Ásgrímssyni að það sé ,,kannski alvarlegast hvernig Ríkisútvarpið hefur unnið á undanförnum árum. Hvernig það hefur í stórum málum tekið afstöðu, sem er ekki hlutverk þess." Því miður skýrir hann ekki á neinn hátt þessi ummæli sín og þess vegna er erfitt að ræða málið frekar. Hins vegar er hægt að ræða aðra fjölmiðlakenningu sem varð til í forystusveit Framsóknarflokksins eftir kosningarnar. Hún gengur út á það að sérstakt kosningablað DV, sem dreift var um allt land, hafi skaðað Framsókn sérstaklega og fælt hellingsfylgi frá flokknum. Ég ber sýnilega mun minna traust til þessa blaðs en Framsóknarflokkurinn og ég hefi reyndar hvergi heyrt þessar traustsyfirlýsingar í samfélaginu nema frá forystu þessa flokks. DV er ekki sérlega hátt skrifaður fjölmiðill hjá fólki flestu og framsóknarmenn ofmeta furðumikið áhrif þessa kosningablaðs. Ég fletti blaðinu á eldhúsborðinu forðum og greip ofan í nokkrar greinar. Las á endanum vel skrifaða grein eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing um kjörtímabil þriggja forsætisráðherra og lét það duga. Ályktaði út fráfyrirsögn og myndmáli annarrar opnugreinar að Hreinn  Loftsson vildi helst frá ,,nýja viðreisnarstjórn" en hafði ekki minnsta áhuga á að kynna mér málið frekar. Það fór ekki á milli mála af fyrirsögnum og framsetningu að innihaldið í blaðinu var að stórum hluta ekki sérlega vinsamlegt ríkisstjórninni en að Framsókn hafi beinlínis tapað kosningum út á þetta blað er bara hallærisleg kenning. Fyrst hélt ég að þetta væri grín en nú heyri ég enn klifað á sömu fullyrðingu. Framsóknarmenn gerðu DV þann greiða að auglýsa þetta kosningablað alveg sérstaklega og stuðla að afturvirkum áhrifum þess! Ég hitti fólk og heyrði í öðrum sem rótuðu í blaðabunkum á heimilum sínum til að reyna að hafa upp á þessu örlagaríka DV-blaði sem viðkomandi rámaði í að hafa fengið inn um lúguna og lagt til hliðar ólesnu eða jafnvel hent strax. Af hreinni tilviljun átti ég mitt eintak og held því sem söfnunargrip enn um stund, að minnsta kosti. Ég hefði jafnvelt geta selt það þegar DV-kenning Framsóknar var fyrst sett fram opinberlega og þjóðin leitaði með misjöfnum árangri í bílskúrum og öskutunnum að þessum meinta örlagavaldi í kosningunum. Ef kenningin lifir eitthvað lengur hækkar hins hengar gengið á blaðinu enn frekar. Þess vegna dreg ég við mig að henda því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband