Miðvikudagur, 19. júlí 2006
Ofstækisflón í hinu hvíta húsi
Dýrkeyptar fyrir Ameríkana og heimsbyggðina urðu þessar talningarvélar á Flórída sem komu Bush þessum inn í Hvíta húsið forðum daga. Jafnvel þó að Gore sé dauðyflislegur - og kona hans hati Frank Zappa manna mest - sjá allir nema harðlífismenn í pólitík að það hann var illskrárri kostur en Bush og þessir dæmalausu ofstækismenn og drullusokkar sem hann hefur raðað að kringum sig í bandaríska stjórnkerfinu. Maðurinn sem lætur drepa fólk um allar jarðir, og styður heilshugar hryðjuverkastjórn Ísraels, hafnar nú lögum frá Bandaríkjaþingi á þeirri forsendu að ,,saklausar manneskjur yrðu teknar af lífi" með stofnfrumurannsóknum!!!
Bush neitar að skrifa undir lög um aukin framlög til stofnfrumurannsókna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að fólk sé búið að láta fjölmiðla heilaþvo sig í sambandi við Bush, ég
er sannfærður um að Bush verði minnst sem stórmennis í annálum seinni tíma, þegar
fræðingar skoða verk hans hlutlaust.
Elvar Atli Konráðsson, 19.7.2006 kl. 21:12
Stórmennis fyrir hvað? Maðurinn er slefandi imbecile. ALLT sem hann hefur gert hefur verið hörmulegt fólskuverk, ef ekki beinlínis glæpur.
Ef til vill er hin mjög svo augljósa fíflska hans bara yfirvarp til að slá ryki í augu andstæðinga hans og afsaka grimmdaræði hans um stund.
Hann er ekki stórmenni frekar er Hitler, sem hann líkist þó einna helst ef þyrfti að finna hans jafningja í veraldarsögunni. Hann er ámóta dusilmenni.
Ef stjórn hans og klíku hans verður öllu lengur við stjórnvölinn í BNA mun Evrópa neyðast til að grípa til vopna gegn honum eigi lýðræði og frelsi eftir að lifa af í þessum heimi.
Elías Halldór Ágústsson, 19.7.2006 kl. 21:35
Er hann ekki að koma á lýðræði í Írak ?
Elvar Atli Konráðsson, 19.7.2006 kl. 21:55
Það var nú þá lýðræðið. Það eru bara tvær mögulegar útkomur úr þessu, annaðhvort kjósa Írakar íslamskt klerkaveldi yfir sig hið fyrsta, eða þá að einhver verði fyrri til og komi á sams konar harðstjórn og var undir Saddam.
Ef Bush var að koma á lýðræði í Írak, var þá Hitler ekki búinn að endurreisa hinn þýska kynstofn?
Elías Halldór Ágústsson, 20.7.2006 kl. 00:14
Náttúrlega er hinn almenni borgari Íraks mun sælli með að sprengja frá stórmenninu Búss tæti hann í sundur heldur en að útsendarar Saddams myrði hann. Það sér hver maður.
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 00:48
Náttúrlega er hinn almenni borgari Íraks mun sælli með að sprengja frá stórmenninu Búss tæti hann í sundur heldur en að útsendarar Saddams myrði hann. Það sér hver maður.
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 00:48
Ræðumaðurinn hér að framan, sá er hampar Bush sem stórmenni, er annað hvort með stórfurðulegt skopskyn eða þá skortir hann nokkrar samlokur í nestiskörfuna. Maður rekst ekki oft á einstaklinga sem eru nógu vitlausir til að hafa þessa skoðun, en þeir sem eru ofan í kaupið svo vitlausir að viðra þessa skoðun sína eru svo ævintýraleg fífl af töluverðri furðu sætir.
Jón Agnar Ólason, 20.7.2006 kl. 01:17
Bara til að benda á, þá er þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem hann beitir neitunarvaldi, sem er óheyrt fyrir bandarískan forseta á 6. starfsári. Það að hann beiti því gegn stofnfrumurannsóknum þýðir ekki að hann sé fáviti, heldur trúaður. Eins mikið rugl og mér þykir það vera sjálfum, þá skal samt farið með rétt mál.
Höddi (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 08:53
Tja, trúaður? Ákaflega er nú langsótt að fella það að almættinu að ekki skuli rannsaka stofnfrumur vegna þess að mannslífið sé svo heilagt að "því megi ekki eyða, jafnvel í sinni frumstæðustu mynd" (tilvitnun í Mogga 20. júlí 2006) en Guði þóknanlegt að eyða frumum, sem mynda heilar manneskjur, í Írak austur.
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 11:08
Jah, eins og er sagt "there's method to madness". Auðvitað er þetta rugl hugmyndafræði, en svona er nú heimurinn skrýtinn. Þegar þú kemur að því formi kristni sem er í Bandaríkjunum þá er reglan almennt sú að ekki megi eyða SAKLAUSU lífi.
Höddi (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.