Sunnudagur, 3. júní 2007
Bændur og Saga beygja sig í (klám)duftið
Ráðamenn Hótels Sögu ætlar að borga bókuðum gestum í mars, sem þeir skelltu svo á dyrum þegar á reyndi, milljónir króna í bætur til að sleppa við að tapa málinu fyrir dómstólum. Umræddur gestahópur var margumtalað fólk sem starfar í klámiðnaði í útlandinu og hugðist koma saman á Íslandi til að gera sér dagmun, eins og títt er um slíka hópa yfirleitt. Mikil móðursýkisalda af séríslenskum toga reið þá yfir þjóðfélagið og voru þar í einum kór þessir sjálfskipuðu forræðishyggju- og siðgæslumenn, sem alltaf þurfa að vakta óbeðnir velferð okkar hinna, og svo velmeinandi fólk sem missti glóruna í moldviðrinu. Meira að segja Bændasamtökin, eigandi Hótels Sögu, duttu út af spori skynseminnar um stund og ákváðu að loka landinu fyrir þessum gestum sínum, sem nákvæmlega ekkert höfðu til saka unnið annað en að vinna við að búa til klámefni efni sem er víst í miklu úrvali fyrir gesti á Hóteli Sögu í sjónvarpkerfinu þar.
Gott er nú að bændur búa vel og eiga nóga seðla en ætli væri nú ekki vænlegra fyrir þá að nota aurana sína í eitthvað annað en skaðabætur fyrir fólk sem þeir skella dyrum á af tilefnislausu? Það er annars þeirra vandamál en fróðlegt væri að sjá opinberlega siðareglurnar sem þetta bændahótel hlýtur að hafa til hliðsjónar þegar það pikkar út þá sem eru velkomnir til gistingar í hópi erlendra gesta.
Bændasamtökin og Hótel Saga fara illa út úr þessu máli, enda í samræmi við tilefnið.Toppurinn á þvælunni er svo það sem haft er eftir hótelstjóranum um helgina, þar sem reynt er að kenna borgarstjóranum í Reykjavík og öðrum stjórnmálamönnum um að Hótel Saga hafi lokað dyrum sínum á þessa erlendu gesti! Það má spyrja sig að því hvort stjórnmálamenn eigi að blanda sér inn í svona umræðu með jafn afgerandi hætti og ýmsir gerðu, hefur Fréttablaðið eftir hótelsstjóranum. Ég held að stjórar Bændasamtakanna og Hótels Sögu eigi frekar að leita innan dyra hjá sér að ástæðum þess að þeir misstu niður um sig í þessu máli og þurfa að gjalda fyrir í reiðufé. Það er ódýrt og hallærislegt að vísa á blóraböggla úti í bæ, þó stjórnmálamenn liggi oft vel við höggi.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar