Kuldaskeiðsunnendur bænheyrðir

Þeir sem sífruðu mest í kosningabaráttunni á dögunum um nauðsyn þess að koma þyrfti hagkerfinu sem fyrst og hraðast niður undir kuldamark hafa verið bænheyrðir – að vísu á annan hátt en þeir töluðu fyrir þá. Hafró vill skera niður þorskveiðarnar um þriðjung og óhætt er að lofa því að hagkerfið kólnar í framhaldinu svo um munar ef eftir ráðleggingunum verður farið. Sérstakur unaður breiðir svo úr sér í Hafnarfjarðarbæ meðal andstæðinga álversins í Straumsvík. Alcan er að spá í að flytja allt álklabbið til Þorlákshafnar og þá verður á ný búsældarlegt í Hafnarfirði. Einkum og sér í lagi ef  allur þjónustuiðnaðurinn fylgir nú álverinu á flóttanum. Þá verður þenslulaust og glatt á hjalla í Firðinum og víðar. Víkingahátíð árið um kring.

Sérstök upplifun var að hlýða á mál mætra manna í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þegar brugðist var við biksvartri fiskveiðiráðgjöf Hafró. Þar töluðu menn í einum kór um að þessi tíðindi væru nánast eins og þruma úr heiðskýru lofti og einhver undirmálsþorskur, sem datt út af Alþingi í kosningunum, vildi láta sjávarútvegsráðherrann sæta ábyrgð! Tæpast fjölgar nú þorskunum í sjónum við það.

Ekki fjölgar fiskunum í sjónum heldur við það eitt að hræra í sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem er hið klassíska hálmstrá að grípa í til að afvegaleiða umræðuna. Hins vegar mætti til tilbreytingar prófa að fara einfaldlega eftir því sem fiskifræðingar ráðleggja og sjá hvað gerist. Veiðarnar hafa nefnilega verið langt umfram ráðleggingar þeirra árum saman. Skyldi nú ekki vera að þar mætti leita skýringa á ástandinu?

Það sem meira er: Í vetur fóru sérfræðingar Hafró, með forstjórann í broddi fylkingar, í hringferð um landið og ræddu við sjómenn og útgerðarmenn um ástand og horfur. Boðskapurinn var eins skýr og hugsast getur. Ekkert í veiðiráðgjöf Hafró nú á því að koma mönnum í sjávarútvegi á óvart. Nákvæmlega EKKERT!  Það er því í meira lagi álappalegt að heyra hvern spekinginn um annan þveran þykjast koma af fjöllum, eins og nú sér verið að bera ný tíðindi á borð. Stjórnmálamenn, sjávarútvegsforingjar og fjölmiðlamenn, sem þannig tala, annað hvort létust ekki heyra eða vildu ekki heyra í vetur. Afar athyglisvert var svo að verða vitni að því að þetta mál var aldrei umræðuefni í endilangri kosningabaráttunni. Samt hefur legið kristaltært fyrir mánuðum saman að ný ríkisstjórn þyrfti að fjalla um stórfelldan niðurskurð þorskveiða strax á hveitibrauðsdögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband