Heitum á Sibbu!

5.juni_vidskiptavinirGlitnir tefldi Sibbu frænku fram á fréttamannafundi Reykjavíkurmaraþonsins í gær, þar sem Íþróttabandalag Reykjavíkur og bankinn kynntu hvernig staðið verði að hlaupinu í ár, á afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst. Glitnir er altsvo bakhjarl hlaupsins og heitir nú á bæði starfsmenn sína og viðskiptavini að velja sér vegalengd við hæfi og góðferðarfélag að vild. Bankinn ætlar svo að borga viðkomandi félagi 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómetra starfsmenns og 500 krónur fyrir hvern kílómetra sem viðskiptavinurinn hleypur. Og Glitnir viðraði sem sagt fjórar konur úr viðskiptamannahópi sínum sem ætla að hlaupa og láta gott af sér leiða. Sibba ætlar í hálft maraþon til stuðnings Einstökum börnum, stuðningsfélagi barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Þannig skilar hún félaginu 10.500 krónum en við hin getum svo lagt í púkkið með því að heita á hana í hlaupinu! Það er hægt að gera með því að skrá áheitin á heimasíðu Reykjavíkurmarþonsins, www.marathon.is.

Sibbu hefði svo sem ekki munað um að hlaupa þessa vegalengd tvöfalda og reyndar er hún nýkomin úr maraþonhlaupi erlendis, rétt einu sinni. Hún ætlar hins vegar að láta hálfa duga maraþonið duga í ágúst og tekur það meira sem upphitunarskokk í kjölfar sumarleyfis.....  Svo öllu sé til skila haldið er Sigurbjörg Eðvarðsdóttir dótturdóttir Sigrúnar Sigrtryggsdóttur, hálfsystur Ingibjargar ættmóður frá Jarðbrú. Og svo merkilega vildi nú til að frændi pistilsskrifara í föðurættina var svo fundarboðandi á vegum Glitnis í gær: Pétur Óskarsson af Göngustaðaætt, bróðir Steinunnar Valdísar, fyrrverandi borgarstjóra og nýbakaðs alþingismanns. Fréttamannafundurinn var því öðrum þræði áhugavert ættarmót Svarfdælinga og nærsveitamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Sibba.  Frábært að virkja saman huga og líkama á þennan hátt. Sé líka að tvær á myndinni eru frá Selfossi og efast ekki um að þær geri það gott líka

Ingibjörg Elfa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband