MA-æviskrár 1974-1978 komnar út!

IMG_8194Enginn framhaldsskóli á Íslandi státar af jafn ítarlegum æviskrám útskriftarnemenda sinna og Menntaskólinn á Akureyri. Og nú var að koma úr prentsmiðjunni 6. bindi æviskránna, þar sem fjallað er um alls 535 stúdenta MA á árunum 1974-1978. Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur og MA-ingur, skrifaði sjötta bindið líkt og fimm hin fyrri og á miklar þakkir skildar fyrir þrautseigjuna. Með sér hafði hann ritnefnd, skipaða fulltrúum árganganna sem við sögu koma og sá sem hér skrifar var þess heiðurs aðnjótandi að sitja í nefndinni sem annar fulltrúi MA-stúdenta 1974. Það var gaman en býsna stressandi á köflum því ekki er tekið út með sældinni að eltast við fólk um heiminn þveran og endilangan til að toga út úr því upplýsingar um það sem á daga þess hefur drifið nær hálfan fjórða áratug! Gulli skrifari og ritnefndarfólk hittist á Sólon í gærkvöld, borðaði saman og fletti hinni glæsilegu bók og dáðist að öllum gáfumennunum sem hreiðra um þar um sig milli spjalda.

Frásögn og myndir af samkomunni á Sólon er að finna á myndasíðunni minni.

  • Æviskrárnar MA-stúdenta eru ekki seldar annars staðar en hjá útgefanda. Hafið samband við Gulla (Gunnlaug Haraldsson ,Skagamanninn knáa) í síma 891 9277 eða með því að senda línu á póstfangið gullih@simnet.is. Þar með stigið þið það gæfuspor að eignast á einu bretti lífshlaup 535 MA-inga til að stúdera næstu misserin. Njótið vel og lengi, lifi MA!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

til hamingju með þetta

María Kristjánsdóttir, 11.6.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband