Fimmtudagur, 7. júní 2007
MA-æviskrár 1974-1978 komnar út!
Enginn framhaldsskóli á Íslandi státar af jafn ítarlegum æviskrám útskriftarnemenda sinna og Menntaskólinn á Akureyri. Og nú var að koma úr prentsmiðjunni 6. bindi æviskránna, þar sem fjallað er um alls 535 stúdenta MA á árunum 1974-1978. Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur og MA-ingur, skrifaði sjötta bindið líkt og fimm hin fyrri og á miklar þakkir skildar fyrir þrautseigjuna. Með sér hafði hann ritnefnd, skipaða fulltrúum árganganna sem við sögu koma og sá sem hér skrifar var þess heiðurs aðnjótandi að sitja í nefndinni sem annar fulltrúi MA-stúdenta 1974. Það var gaman en býsna stressandi á köflum því ekki er tekið út með sældinni að eltast við fólk um heiminn þveran og endilangan til að toga út úr því upplýsingar um það sem á daga þess hefur drifið nær hálfan fjórða áratug! Gulli skrifari og ritnefndarfólk hittist á Sólon í gærkvöld, borðaði saman og fletti hinni glæsilegu bók og dáðist að öllum gáfumennunum sem hreiðra um þar um sig milli spjalda.
Frásögn og myndir af samkomunni á Sólon er að finna á myndasíðunni minni.
- Æviskrárnar MA-stúdenta eru ekki seldar annars staðar en hjá útgefanda. Hafið samband við Gulla (Gunnlaug Haraldsson ,Skagamanninn knáa) í síma 891 9277 eða með því að senda línu á póstfangið gullih@simnet.is. Þar með stigið þið það gæfuspor að eignast á einu bretti lífshlaup 535 MA-inga til að stúdera næstu misserin. Njótið vel og lengi, lifi MA!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju með þetta
María Kristjánsdóttir, 11.6.2007 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.