Mánudagur, 11. júní 2007
Sunnudagsblað sem stendur undir nafni
Íslenskir útgefendur dagblaða hafa af einhverjum ástæðum aldrei litið sunnudaga sömu augum og kollegar þeirra í útlöndum. Erlendis er rík hefð fyrir vígalegum sunnudagsútgáfum blaða og má þakka fyrir að dagurinn endist mönnum til að komast í gegnum blaðabunkana sína á helgidögum, jafnvel þó þeri hafi ekkert annað fyrir stafni en að lesa. Hér hefur verið öðru að heilsa og á árum áður var sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins hálfgerður bastarður, aðallega vettvangur fasteignasala að auglýsa hús og íbúðir. Fréttablaðið virtist um tíma hafa áttað sig á að til væri lesþyrst fólk á sunnudögum en lætur nú duga að bjóða okkur auglýsingabastarð inn um lúguna.
Batnandi blaði er best að lifa. Morgunblað þessa sunnudags var sérlega velkomið, enda bar það fyrstu merki íslensks dagblaðs um raunverulega sunnudagsútgáfu. Það leyfi ég mér í það minnsta að vona. Þarna var að finna áhugavert efni af ýmsu tagi og það tók mig daginn að plægja í gegnum Moggann. Svoleiðis eiga sunnudagar að vera. Þarna var að finna fróðlega samantekt um þorskstofninn og þá staðreynd að hann er að hruni kominn vegna þess að stjórnvöld lýðveldisins hafa hunsað ráðgjöf fiskifræðinga markvisst og kerfisbundið árum og áratugum saman. Þarna var mögnuð úttekt Jóns Baldvins, fyrrum utanríkisráðherra, á þeim stíðskónum Bush og Blair, skemmtileg portrettviðtöl við forstjóra Alcoa Fjarðaáls, nýja utanríkisráðherrann og Maríu Ellingsen leikkonu. Og þarna var margt margt fleira sem ég las og hafði bæði gagn og gaman af, til dæmis afar gáfuleg grein um Hvalfjarðargöng og veggjaldið þar eftir ungan mann á Akranesi. Já, og svo var þarna talað við oddvita vinstri-grænna í borgarstjórn Reykjavíkur um endalok Reykjavíkurlistans. Samfylkingin sleit R-listanum, segir oddvitinn hafnar þeirri söguskýringu Össurar álmálaráðherra að upp úr samstarfinu hafi slitnað vegna þess að vinstri-grænir hafi litið samstarf við sjálfstæðismenn hýru auga. Sjálfsagt skemmta þessir flokkar sér eitthvað áfram með gagnkvæmum svikabrigslum og þeir um það en af því að Morgunblaðið er orðið alvörublað á sunnudögum og komið í þennan gír: hvernig væri nú að það varpaði um næstu helgi ljósi á það sem gerðist bak við tjöldin í stjórnarmynduninni á dögunum. Þar þykist ég vita að af ýmislegt liggi óhreyft og ósagt. Og svo gæti Mogginn líka bætt á sunnudaginn við sagnfræði dagsins úr borgarpólitíkinni. Þar er af nógu að taka, til dæmis væri forvitnilegt að lesa eitthvað um þreifingar vinstri-grænna og sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn í kjölfar þess að Ingibjörg Sólrún hraktist úr ráðhúsinu eftir dæmalausa uppákomu í þessu R-listasamstarfi. Þetta eru vinsamleg tips ánægðs Morgunblaðskaupanda gegn því að fá loksins i hendur alvörublað á sunnudegi....
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar