Að upplifa hraða og spennu

 Mikið óskaplega getur nú tilveran verið kaldhæðin. Á sama tíma og eldhugar úr hópi hjúkrunarfræðinga fara fyrir fjöldagöngu milli sjúkrahúsa í Reykavík síðdegis á morgun, þriðjudag, ekki síst til að vekja okkur til umhugsunar um skelfilegar afleiðingar ofsaaksturs í umferðinni, verður húllumhæ í kringum kappakstursbíl við Smáralind! Í blaðaauglýsingu um síðarnefnda viðburðinn segir að þarna gefist landslýð „einstakt tækifæri til að upplifa hraðann, hávaðann og spennuna". Ekki skal það dregið í efa.

Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, áhafnir á Gæsluþyrlunum, prestar og fleiri upplifa nánast dag eftir dag skelfingu og hörmungar sem hraði og spenna í umferðinni kallar yfir mann og annan. Enginn veit hver næstur er sem þarf á aðstoð þessa góða fólks að halda. Ökumenn þurfa á flestu öðru að halda nú um stundir en að tileinka sér hugarfar kappakstursljóna og kynnast tryllitækjunum þeirra.

Sjáumst í göngunni gegn umferðarslysum!


mbl.is Formúlubíll í Vetrargarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Athyglisvert innlegg og eflaust óvenjuleg tilviljun  í augum margra. Viðhorf sem þetta virði ég að sjálfsögðu þótt mér finnist samlíkingin ekki sérlega sniðug því ekki hefur orðið banaslys í formúlu-1 (þ.e. engar "skelfilegar afleiðingar ofsaaksturs") frá 1. maí 1994, eða í rúm 13 ár.

Kemur þar margt til. Í fyrsta lagi eru ökumenn í formúlu-1 agaðir íþróttamenn og gæta öryggis. Í öðru lagi eru kröfur um öryggi keppnisbrauta gríðarlega strangar, að ekki sé minnst á öryggi bílanna. Er hið sama að segja um íslenska vegi? Hefur ekki t.d. FÍB haft ýmislegt við þá að athuga út frá öryggissjónarmiðum?

Svo er náttúrulega blaðaauglýsingin villandi, eins og svo algengt er um auglýsingar og kynningarefni. 

Auðvitað upplifa menn hvorki hraða formúlunnar né spennu á bílaplani í Kópavogi, heldur líklega einvörðungu hávaðann.

Hver er hámarkshraði á bílaplani Smáralindar? 30, 45, 50 km? Það kæmi mér á óvart ef Nico Rosberg virðir ekki þau mörk.

Ágúst Ásgeirsson, 26.6.2007 kl. 06:26

2 identicon

Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Annars vegar maður í nánast brynvörðum bíl að keyra í hringi á braut sérstaklega hannaðri til slíks aksturs. Nú er einmitt tilefni til að ítreka að kapp- og hraðakstur eigi einmitt að fara fram undir eftirliti og á lokuðum svæðum. Samlegðaráhrifin eru því fyrir hendi ef menn halda rétt á spöðunum.

Björn (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hugarfar kappakstursljóna, tryllitæki þeirra og það umhverfi sem þeim er beitt í er sennilega eins langt frá almennri umferð og listflug er fjarlægt farþegaflugi. Það væri eins fjarlæg líking að tala um handboltalandsliðin okkar á sama tíma og talað er um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Dapurt að menn skuli falla í þessa gryfju.

Birgir Þór Bragason, 26.6.2007 kl. 17:42

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Og eða fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur, vill líka benda á http://easy.is

Sævar Einarsson, 26.6.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband