Þriðjudagur, 26. júní 2007
Blöðruský úr grasrótinni
Eitt er að láta sér detta í hug að stofna til fjöldagöngu, annað er að framkvæma. Bríet, Anna og Soffía gerðu hvoru tveggja og standa uppi sem sigurvegarar dagsins. Þær komu af stað landsbylgju sem eftir er tekið og eftir verður munað. Þúsundir manna gengu með þeim gegn slysum í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi.
Þetta var einfaldlega hugdetta þriggja hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og upp spratt grasrótarhreyfing eins og best gerist. Samkoman við LSH í Fossvogi líktust engu sem hér hefur sést áður. Hún var tilfinningarík og virðuleg, samúðarfull og notaleg. Allt tókst þetta framar björtustu vonum og þá leyfðu menn sér að draga fram ánægjubrosið, sbr. myndina af Soffíu, Bríet og Önnu ásamt Kristjáni Möller samgönguráðherra!
Þær stöllur eru í eðli sínu frumkvöðlar og eiga ekki aðeins sameiginlegt að vera hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum heldur líka nánar vinkonur og kalla sig BAS-stelpur, eins og sjá má á heimasíðunni þeirra, www.bas.is. Í fyrra gengu þær hálft annað maraþon í New York og söfnuðu áheitum til styrktrar rannsóknum og meðferð brjóstakrabbameins. Í ár tókst þeim að fá þúsundir manna út á götur til að minnast fórnarlamba umferðarslysa með áhrifamikilli og táknrænni athöfn við þyrlupallinn í Fossvogi, þar sem blöðrum var sleppt upp í himinhvolfið. Ekki er gott að segja hvað þeim stöllum dettur næst í hug en alveg má bóka að BAS minnir á sig enn og aftur.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Atli. Gaman að sjá þessar flottu myndir hjá þér.
Gangan í gær var stórkostleg og þær BAS konur eiga sko hrós skilið!
Margrét (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:43
Kærar þakkir fyrir að setja þessar fellegu myndir inn. Þær eiga án efa eftir að komast í sögubækur.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.