Den mektige fiskedagen

Úlfar kokkur og Dorrit forsetafrú með hrefnukjötsbitaMikið var upplyftandi að fá í dag kynningarblað Fiskidagsins mikla á Dalvík inn um bréfalúguna og sjá þar með staðfestan rökstuddan grun um að loksins væri að baki verslunarmannahelgin með tilheyrandi og síbyljandi ekkifréttavaðli um ekki neitt. Hvern djöfulinn varðar annars fólk í öðrum hreppum um hverjir fá að tjalda á Akureyri eða hvort fleiri eða færri hafi verið lamdir niður í Herjólfsdal frá fimmtudegi til mánudags en á sama tímabili í fyrra??

Jói Fel og Bjarni á VöllumAðalatriðið nú er sem sagt að gleyma verslunarmannahelginni og brúka þrekið til að gera fellihýsið Fengsæl klárt fyrir norðurferð. Stefnt skal að því að komast ekki síðar í næturstað á Dalvík en að kveldi fimmtudags. Það má víst ekki seinna vera því Bakka-Hjörtur á Steypustöðinni símaði suður þær fregnir í kvöld að tjaldstæðið að baki Sóleyjarhóteli Sigurhæðarbræðra væri að fyllast og hann ætlaði að skjóta gamalli JCB-gröfu út á blettinn á morgun til að taka frá legupláss fyrir Fengsæl. Það er nefnilega ekki nema hálft gaman að valsa um bæinn á fiskihátíðinni. Hinn ánægjuhelmingurinn er fólginn í því að búa í Tjaldþorpinu mikla þar sem bæjarbragurinn er stórum menningarlegri en gengur og gerist í skyndiþéttbýli af þessu tagi hérlendis. Og vel að merkja: Dalvíkingar telja að Íslendingar verði tjaldþroska 18 ára en tjaldþroskaaldur á Akureyri er hins vegar 24 ár eins og alþjóð kemst ekki hjá því að vera fyllilega upplýst um. Ótrúlega mikill þroskamunur á ekki lengri kafla við Eyjafjörð.

Alveg er vitavonlaust að lýsa Fiskideginum mikla fyrir fólki sem aldrei hefur upplifað dýrðina. Menn trúa því nefnilega sjaldnast að samkoman geti verið svona mögnuð og aldeilis einstök á sinn hátt. Ætli það segi ekki sína sögu að vér Álftlendingar búumst nú til Fiskidagsfarar fimmta árið í röð og stengjum þess heit í hvert sinn að mæta á ný að ári? Alltaf fjölgar gestunum en heimamenn bæta bara ár frá ári, og búa til enn meiri mat til að gefa okkur að borða.  Og þvílíkur matur, maður minn! Það er sem ég segi: Þessu verður ekki lýst með orðum, eina leiðin er að mæta á svæðið og sannfærast um að Dalvíkingar eru Íslandsmeistarar í gestrisni.

  • Meðfylgjandi myndir frá því í fyrra eru úr fjölskyldualbúminu.
    • Mynd til hægri: Úlfar, meistarakokkur á Þremur frökkum, kynnir Dorrit forsetafrú dásemdir hrefnukjötsins með tilþrifum. 
    • Mynd til vinstri: Jói Fel og Bjarni, Ningsbóndi á Völlum í Svarfaðardal, saman úti að borða - í eins bókstaflegum skilningi og hugsast getur.
  • Myndir frá Fiskideginum mikla 2006

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband